Honda Element, sem kynntur var árið 2003, var örugglega einstakur og nýstárlegur jeppi sem bauð upp á sérkenni og hagkvæmni. Hins vegar má færa rök fyrir því að bílnum hafi verið hleypt af stokkunum á krefjandi tíma á bílamarkaðnum.
Það er ekki annað hægt að segja en að þetta sé opin hönnun.
Honda Element var hannaður til að koma til móts við ákveðinn markhóp: einstaklinga sem nutu útivistar og þurftu fjölhæfan bíl til sem passaði við lífstílinn.
Bíllinn var með kassalaga lögun með rúmgóðri og fjölhæfri innréttingu og öll efni inni í bílnum voru hugsuð til að þola ágang.
Hugkvæmni og hagkvæmni. Ótrúlega flott að sjá hvernig hönnuðir Honda hafa náð að slá hér tvær flugur í einu höggi.
Fór aldrei úr felubúningnum
Þó að hönnun og virkni Element hafi kannski ekki höfðað til allra neytenda, féll tímasetningin á markaðssetningunni saman við breytingu á neytendavenjum í átt að sparneytnari og minni jepplingum.
Upp úr aldamótum varð aukning á vinsældum á litlum sportjeppum, sem bauð upp á blöndu af jeppa og fólksbíl minni eldsneytiseyðslu og smart útlit.
Það hefur ekki þurft að setja bílinn í felubúning í prófunarferlinu því hann er hannaður í felubúningi ef marka má plastið í kringum hjólin.
Eldsneytisnýting Element kom ennfremur kannski ekki alveg nógu vel út. En bíllinn var ansi stór. Þetta gæti hafa verið kornið sem fyllti mælinn hjá hugsanlegum kaupendum sem voru í auknum mæli að spá í eldsneytiseyðslu vegna hækkandi bensínverðs og umhverfissjónarmiða.
Ekki nógu jepplingslegur
Honda Element var kannski ekki fallegur bíll. Það væri ofsögum sagt. En einstakur var hann. Það var sem sagt ekki svo breiður hópur sem bíllinn höfðaði til.
Margir kaupendur völdu frekar ávalari og flottari bíla sem féllu betur fjöldanum. Ákveðið útlit var að verða að normi – jepplingsútlitið.
Honda Elment er kannski ekki nógu „jepplingslegur” en hann er ótrúlega plássmikill miðað við stærð.
Þess vegna barðist Honda Element við að ná vinsældum en tókst ekki að ná þeim söluárangri sem Honda hafði vonast eftir. Eftir næstum áratug á markaðnum var Element sleginn af árið 2011 vegna dræmrar sölu.
Þessi bíll kom ef til vill aðeins og fljótt, hann hefði örugglega staðið sig vel í rafmagnsumhverfinu í dag sem framúrstefnulegur og óvenjulegur bíll – svolítið ljótur fyrst en skánaði með árunum.
Umræður um þessa grein