Suzuki Jimny umbreytist í frábæran pínulítinn Ford Bronco
-verk japanska bílabreytifyrirtækisins „Dream Automotive Design and Development“ eða DAMD.
Suzuki Jimny er ákaflega vel heppnaður smájeppi í augum margra eins og hann er, en að mati Autoblog-bílavefsins í Ameríku er líka eitthvað við bílinn sem biður um að vera klæddur til að líta út eins og önnur farartæki. Suzuki hefur þegar sett Jimny í Mercedes-Benz G-Wagen útlit.
Settur í „Bronco-útlit“
Nú hefur japanska fyrirtækið Dream Automotive Design and Development (DAMD) komið fram með „breytisett“ sem gefur þessum litla jeppa ásýnd gamla góða Ford Bronco – og sem þeir kalla DAMD Dronco. Blár að utan með hvítu, hvítum stál stuðara og hvítum stálfelgum líkt og við þekkjum frá Bronco. Ný framljós-og-grind eining gefur Jimny sviðaða ásýnd og jeppinn frá Ford var með og þakstiga að aftan sem fullkomnar útlitið.
Dronco gengur þannig til liðs við aðrar útgáfur varðandi, Jimny, gamla góða Land Rover Defender sem birtist sem Little D og eftirlíkinguna á Benz-jeppanum G-Wagen Little G.
Þeir hjá Autoblog segjast ekki geta beðið eftir því að sjá í hvaða ásýnd jeppinn birtist næst.
Umræður um þessa grein