Stellantis horfir lengra en bara til jeppa með nýjum Peugeot 408
Stellantis vonast til að „fastback“-hönnun nýja, smábílsins lokki neytendur sem þjást af „jeppaþreytu“
Vefur Automotive News Europe birtir eftirfarandi frétt frá Reuters-fréttastofunni um nýja Peugeot 408:
„Peugeot kynnti nýja 408 á miðvikudaginn og veðjar á að „fastback“-hönnunin muni laða að neytendur sem þjást af „jeppaþreytu“.
Sportjeppar hafa verið gríðarlega vinsælir undanfarin ár í Evrópu og náðu 46 prósenta hlutfalli af sölu nýra bíla í Frakklandi í maí.
En Peugeot telur að tilkoma sportjeppanna hafi búið til eftirvæntingu meðal sumra ökumanna eftir meiri frumleika.
„Sumir viðskiptavinir Peugeot 408 óska eftir frumlegri og nýstárlegri stíl en í litlum sportjeppa, sem þeir telja of algengan,“ sagði í tilkynningu frá framleiðandanum.
Hlaðbakshönnun („Fastback“) nýja Peugeot 408 aðgreinir hann frá almennum gerðum.
„Fastback“-bílar eru þekktir fyrir einn halla frá þaki að aftan á ökutækinu, eins og sést á keppinautnum Ford Mustang.
Nýi 408 er mun lægri og lengri en Peugeot 3008 sportjeppinn, með flæðandi og loftaflfræðilega línu sem gefur honum einkennandi prófíl sem aðgreinir hann frá almennum gerðum.
Hins vegar hefur nýi bíllinn, sem verður smíðaður í Mulhouse í austurhluta Frakklands, nokkra vinsæla sportjeppaeiginleika eins og mikla veghæð, stórar felgur og svarta plastklæðningu á hlífum, hliðum og bakhlið bílsins.
408 mun koma á markað snemma á næsta ári í Evrópu. Bíllinn mun koma um mitt ár 2023 til Kína, þar sem hann verður settur saman í Chengdu.
Hann verður upphaflega búinn bensín og bensín-rafmagns tvinndrifrásum áður en skipt verður yfir í fullrafmagnaða útgáfu.
(Reuters – frétt á vef Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein