Yas Marina brautin í Abu Dhabi er ekki ný í Formúlu 1 en hún henni hefur verið breytt töluvert. Svo miklar eru breytingarnar að ökumenn sem oft hafa ekið á Yas Marina segja að hún sé eins og allt önnur braut.
„Verulegar breytingar hafa verið gerðar á Yas Marina, þannig að þetta verður eins og að aka eftir allt annarri braut,“ sagði Sebastian Vettel, sem ekur fyrir Aston Martin liðið í Formúlu 1.
Vettel sagði sömuleiðis að búast mætti við að ökumenn næðu mun betri tímum á hringnum og að það verði „áhugavert að sjá hvernig það kemur til með að hafa áhrif á dekkin og ökulag, sem og hvaða breytingar við þurfum að gera á uppsetningu bílanna.“
Sebastian Vettel ætti að vita nokkuð vel um hvað hann er að tala en sjálfur hefur hann unnið Abu Dhabi kappaksturinn þrisvar sinnum.
Akstur í ljósaskiptum og myrkri á „nýrri“ braut
Tímatakan í dag og sjálf keppnin á sunnudag fara fram að mestum hluta í myrkri en hefjast í ljósaskiptunum og þess vegna prófuðu ökumenn brautina við sömu birtuskilyrði í gær.
Keppni að næturlagi er engin nýjung í Formúlu 1 en fyrsta keppnin að nóttu til var haldin í Singapúr árið 2008 ??og í ár voru næturkeppnirnar á Formúlu 1 dagatalinu fjórar talsins: Bahrain, Katar, Jeddah í Sádi-Arabíu og Abu Dhabi. Þó er keppnin í Abu Dhabi ekki algjör næturkeppni þar sem hún hefst í ljósaskiptunum, sem fyrr segir.
Nokkrar staðreyndir um Yas Marina brautina
- Brautin er hönnuð af Þjóðverjanum Hermann Tilke og var hún tekin í notkun árið 2009.
- Önnur brautin sem gerð var í Mið-Austurlöndum. Sú fyrsta er brautin í Bahrain.
- Síðasta braut tímabilsins í Formúlu 1 frá 2009 að þremur árum undanskildum.
- 60.000 áhorfendur komast fyrir á áhorfendasvæðinu en talið er að yfir 125.000 manns leggi leið sína á svæðið yfir helgina til að fylgjast með.
- Sá ökumaður sem oftast hefur unnið keppnina á Yas Marina er Lewis Hamilton sem hefur borið sigur úr býtum fimm sinnum.
- Beygjurnar eru færri á endurgerðri brautinni en þeim fækkaði um fimm.
- Hringirnir sem eknir eru í keppninni eru 58 talsins, hver þeirra 5.281 km á lengd og heildarkílómetrafjöldi í keppni nemur 306.183 km.
- Lengsti beini kaflinn er 1.173 metrar og mun vera lengsti „gefa-í-botn“ kaflinn af þeim brautum sem keppt er á, að því er fram kemur hér.
- Samningur hefur verið endurnýjaður þannig að keppt verður á brautinni til og með 2030.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein