- Glæsilegur Toyota GR GT3 kappaksturshugmyndabíll mun leiða til framleiðslu sportbíla
- Líklega Lexus, segir forstjóri WEC keppnisliðs Toyota
Samkvæmt frétt á vef Autoblog er ekki aðeins er verið að þróa mjög fallegan GR GT3 hugmyndabíl Toyota sem keppnisbíl, það er líka útgáfa til aksturs á almennum vegum í vinnslu. Þessi staðfesting kemur beint frá toppi keppnisliðs Toyota í World Endurance Championship.
Rob Leupen, forstjóri WEC liðsins, sagði í samtali við Motorsport.com að GR GT3 muni hefja keppni í Evrópu árið 2026. Áður var talið að rennilegur kappakstursbíllinn myndi miða á nýjar WEC GT3 reglur sem taka gildi árið 2024 með frumraun árið 2025, en það virðist nú að ræsingu verði seinkað um eitt tímabil. En það er góð ástæða fyrir frestuninni eins og Leupen sagði við Motorsport.
„Dagsetningin er í takt við útgáfu bíls fyrir almennan akstur á vegum, sem fylgir hugmyndafræði Toyota um að vera með bíl i akstri á götunum sem er þróaður í mótorsporti. Þetta þokast áfram í augnablikinu“.
Þegar Leupen var spurður nánar um hvort GT3 gæti fallið undir Lexus merkið, svaraði Leupen:
„Í augnablikinu virðist það vera það. Það fer eftir því hvernig það þróast innan Toyota, en í augnablikinu, – já“.
Toyota er nú þegar með öflugar sportlegar gerðir í safninu – GR86, GR Yaris og Corolla, og GR Supra. GT3 myndi fara inn í þennan hóp og verða að fara inn fyrir ofan Supra. Það myndi passa betur fyrir Lexus að keppa við hlið Ferrari- og Aston Martin-bíla og GT3 myndi verða frábær arftaki RC (eða koma aftur sem SC!).
Toyota bZ4X GR Sport Concept.
Hins vegar hefur Lexus áætlanir um að verða alrafmagns fyrir árið 2030 í Norður-Ameríku, Evrópu og Japan. Mun GT3 passa við þá áætlun? Kannski verður orðrómur um tvítúrbó V8 LFA arftaki GT3 í staðinn og fullrafknúinn LFA mun fylgja í kjölfarið á næsta áratug.
Lexus NX PHEV Off-Road og ROV Concept.
GR GT3 Concept var óvænt frumsýndur á bílasýningunni í Tókýó 2022 og heillaði áhorfendur með ógnvekjandi fegurð sinni. Ekki var hægt að hunsa ótrúlega líkindi hans við hinn töfrandi Mazda RX-Vision Concept, sem gefur okkur von um að Toyota gæti niðurfært kostnað með því að deila pallinum með Mazda.
Toyota á 5 prósenta hlut í fyrirtækinu í Hiroshima og samstarfið gæti gefið áhugafólki um snúningsvélar hinn langþráða RX-9.
Það væri draumurinn og hafa fundist einkaleyfisumsóknir fyrir bæði Toyota og Mazda. En jafnvel þótt ekkert gerist hjá Mazda er líklegt að Toyota geri það. Samþykktarreglur fyrir GT3 krefjast þess að kappakstursbílar hafi að minnsta kosti 300 eintök af sömu gerð sem smíðaðir eru til aksturs á almennum vegum í sinni mynd.
(Frétt á vef Autoblog)
Umræður um þessa grein