Tíunda umferð heimsmeistaramótsins í ralli, sem fram fer í Finnlandi, hófst í gær og lýkur á morgun. Það má með sanni segja að dagurinn í dag hafi byrjað fremur illa hjá Oliver Solberg og nýja aðstoðarökumanni hans, Craig Drew, því þeir fóru útaf á fyrstu leið í morgun.
Oliver, sem er nýorðinn tvítugur, er sonur Petter Solberg fyrrum heimsmeistara í ralli. Oliver sagði í viðtali við SVT að þetta hefði verið, tjah, frekar strembin byrjun á degi.
Þeir höfðu ekið rúma þrjá kílómetra á fyrstu leið dagsins þegar þeir „krössuðu“ og bíllinn, Hyundai i20, er… Já, það er best að hafa ekki fleiri orð um það því myndbandið hér fyrir neðan sýnir nokkuð vel ástandið á bílnum. Þeir félagar eru óskrámaðir og úr leik en þeir voru í fjórða sæti í keppninni þegar fór sem fór.
Í meðfylgjandi myndbandi er farið yfir það sem hæst bar í rallinu í dag:
Umræður um þessa grein