Snöggur, snyrtilegur og snilld í traffík
Sumir bílar gera bara einn hlut, aðrir gera tvennt, en svo eru bílar eins og Renault Trafic sem er hægt að fá í hvorki meira né minna en tveim lengdum, þrem útfærslum af staðalbúnaði, tveim mismunandi skiptingum og það er bara ef þú ert að kaupa hann sem sendiferðabíl. Þá er einnig hægt að fá hann sem 6 eða 9 sæta fólksflutningabíl. Já, og tvær mismunandi hæðir á gripinn líka. Það er því óhætt að segja að hann geri meira en bara einn hlut.

Það getur verið erfitt fyrir framleiðendur bíla að hanna bíl sem er í boði í svona mörgum útfærslum og á að mæta þörfum svo margra kaupenda. Þeir hjá Renault hafa hinsvegar gert sitt besta og er útkoman í Renault Trafic heldur betur eftirtektaverð. Bíllinn er nokkuð laglegur á að líta og frábær í umgengni og akstri. Sérstaklega er útlit bílsins ánægjulegt, og þá sérstaklega framendinn. Þar gefur að líta falleg ljós, kröftugt grill og í því miðju er Renault merkið sjálft, sem bíllinn ber með miklu stolti.


Renault Trafic hefur líka sterkan og fallegan hliðarsvip. Jafnvel þó bílinn sem ég hafði til prufu og var ekki með neinar rúður leit hann samt vel út og tók sig einstaklega vel út á snævi þöktum vegum í kringum höfuðborgina í köldum janúarmánuði.




Farmrými Renault Trafic rúmar 5,2 til 8,6 rúmmetra. Ef þú sért með 5 til 6 sæta bíl þá rúmar það 3,2 eða 4 eftir því hvaða hæð er á bílnum. Þetta rými minnkar í 1,0 rúmmetra á stuttum níu sæta bíl, en eykst upp í 1,2 rúmmetra ef þú tekur hann langan. Bílinn ber um þúsund til tólfhundruð kíló, allt eftir hvaða útfærsla er tekin. Merkilegast er þó að hægt er að fá hleðslulúgu á skilrúmið á milli bílstjórans og farmrýmisins. Þá er hægt að stinga lengri hlutum í gegnum skilrúmið, undir farþegasætið og alla leið fram í fótrýmið farþegamegin.







Sértu í starfi þar sem þú þarft að dvelja þó nokkurn hluta úr deginum í bílnum þá er hægt að mæla með Renault Trafic fyrir þig. Bíllinn er einstaklega ánægjulegur staður til að vera á og hjálpar efnisval og hönnun Renault þar mikið til. Hann er einnig með sniðugar lausnir sem aðstoða þig við að sinna skrifstofustörfum á ferðinni.



Mælaborð Renault Trafic er einstaklega skemmtilega hannað og nokkuð þægilegt að vinna við.


Aksturseiginleikar Renault Trafic eru líka eftirtektaverðir. Hann liggur vel á vegi og dísil vélin sem ég hafði til prufu var 145 hestöfl. Ég hafði einnig nýja sjálfskiptingu í bílnum og létti nokkuð undir akstrinum á bílnum. Þægilegt er að átta sig á stærðinni á honum þökk sé góðum speglum, bæði venjulegum og gleiðhorna, sitt hvoru megin. Það er líka hægt að setja sólskyggnið niður farþegamegin og er það þá útbúið spegli fyrir blinda hornið strax fyrir aftan farþegahurðina. Handhægt ef þú ert að bakka í þröngu umhverfi.

Lokaorð
Renault Trafic kom mér verulega á óvart þegar ég fékk hann til prufu. Ég bjóst ekki við aksturseiginleikunum sem bílinn hefur, né heldur ánægjulegri hönnun bílsins, sérstaklega að innan í vinnurými bílstjórans. Ég mæli með Renault Trafic fyrir alla þá sem eru að leita sér að góðum vinnubíl sem hægt er að dvelja í svo klukkutímum skiptir án þess að fá leið á því. Taktu hann í lengri gerðinni og í bláu eða rauðu ef þess gerist kostur. Smelltu svo á hann svörtum álfelgum og þá erum við að tala saman!
Ef þér lýst á’ann, kauptann!
Hestu tölur
Verð frá: 4.090.000 (Janúar 2020)
Verð á sýndum bíl: 4.590.000
Eldsneyti í boði: Dísil
L/B/H: 2.537(L2.937)/1.662/1.387(H1.898)mm
Hjólahaf: 1.268mm
Rúmmál farmrýmis: 1,0 til 8,6m3