Snertiskjár í bíl stelur athygli
Einn af hverjum þremur telur að snertiskjár í bílum geri það að verkum að ökumenn sýni minni athygli við aksturinn
Þetta kemur fram í könnun sem Kantar gerði fyrir norska tryggingafélögin Trygg Trafikk og Fremtind.
Engu að síður er ógnvekjandi fjöldi fólks sem notar skjáinn í akstri.
Margar tækninýjungar hafa að undanförnu litið dagsins ljós á undanförnum arum, þar á meðal sú staðreynd að upplýsingaskjáirnir eru í auknum mæli orðnir snertiskjáir.
Að nota snertiskjá er nokkuð sem hefur vakið upp margar spurningar varðandi aukna hættu þegar ökumaðurinn er að líta af veginum til að nota snertiskjá.
Terje Ringen hjá norsku bílavefsíðunn BilNorge skrifaði athyglisverða grein um notkun á snertiskjá í bílum, og við hjá Bílablogg teljum að þetta eigi alveg við hér á landi líka.
„Okkur grunar að snertiskjár gegni hlutverki í slysum. Nokkra útafakstra og árekstra beint framan á aðra bíla er vart hægt að skýra með hraða, ölvun, bilunum í bílnum eða að einhver sofni. Þá gæti verið um athyglisleysi að ræða. Þegar þú keyrir verður þú að einbeita þér að umferðinni en ekki að skjánum í bílnum“, segir Bård Morten Johansen, fagstjóri hjá Trygg Trafikk.
Rannsóknir á notkun snertiskjáa
Yfir 40 prósent allra umferðarslysa eru vegna athyglisbrests, samkvæmt Samgönguhagfræðistofnun.
Trygg Trafikk hefur lengi haft áhyggjur af því að snertiskjáir taki of mikla athygli.
Atferlisfræðingurinn og umferðarfræðingurinn Dagfinn Moe hjá SINTEF leiðir nú stærri athyglisrannsókn í samvinnu við Trygg Trafikk og Fremtind Forsikring.
„Við vonumst til að geta fengið einhver svör við því hversu mikið skjáir í bílum stela athygli frá akstri, það gerum við með því að skrá augnhreyfingar í rannsóknum þar sem ökumenn keyra og fikta um leið á skjánum.
Til að komast að því hvar við festum augun í akstri og hversu lengi er augnmæling notuð.
Þetta er áhrifarík aðferð til að mæla og skilja athygli og viðbrögð ökumanns“, segir Dagfinn Moe.
Hefði mátt forðast mörg meiðsli
Árið 2022 hefur Fremtind skráð yfir 73.000 tjónakröfur.
Heildarbótakostnaður vegna þessara tjóna var rúmlega 2,2 milljarðar norskra króna.
„Oft er um að ræða meiðsli sem auðvelt er að forðast með athygli undir stýri.”
Við óttumst að bæði farsímar og skjáir í bílum taki of mikla athygli frá raunverulegum akstri. Þú ættir ekki að horfa á farsímann þinn eða skjá í bílnum í langan tíma áður en þú ekur útaf eða missir viðbragðstímann sem þú þarft til að takast á við atvik.
Umferðarmyndin breytist hratt og því er mikilvægt að einbeita okkur að því sem við erum að gera, nefnilega að keyra“, segir Therese Hofstad-Nielsen, meiðslavarnafulltrúi hjá Fremtind.
Mismunandi vinnubrögð hjá bílaframleiðendum
Í dag er mikill munur á mismunandi bílum þegar kemur að fjölda skjáa, staðsetningu aðgerða á skjá og hvaða aðgerðir eru valdar á skjáinn.
Á sama tíma eru ekki gerðar kröfur um þjálfun í tengslum við umskipti yfir í nýja tækni í bílum.
„Snertiskjáir í bílum eru komnir til að vera.”
Þá þarf að vera hægt að hanna skjátæknina þannig að ekki stafi hætta af notkun hennar í umferðinni.
Í dag bætast fleiri og fleiri aðgerðir við þessa skjái, en enn sem komið er er enginn staðall fyrir hvorki valmyndaruppsetningu né hvers konar aðgerðir geta og geta ekki verið á skjánum.
Helst ætti ekki að vera nauðsynlegt að nota þessa skjái við akstur.
Við vitum allt of lítið um hversu mikilli athygli skjánotkun í bílum stelur af veginum, en eitt er víst að við eigum alltaf að hafa athyglina á umferðinni þegar við keyrum“, segir Johansen.
Könnunin var unnin af Kantar fyrir hönd Trygg Trafikk og Fremtind.
Tilgangur könnunarinnar var að kanna hegðun og viðhorf Norðmanna til skjáa í bílum.
Markhópurinn var fólk 18 ára og eldri sem keyrir bíl með skjá að minnsta kosti einu sinni í mánuði.
Túlka skal niðurstöðurnar innan skekkjumarka á bilinu 1,4% til 3,1% á heildarstigi.
Helstu niðurstöður úr könnuninni:
- 73% nota skjáinn 1-5 sinnum í akstri
- Flestir nota skjáinn oftast til að kveikja/skipta um útvarpsrás
- 36% telja að skjárinn geri þá athyglislausari í umferðinni
(byggt á frétt á vef BilNorge).
Umræður um þessa grein