Nýr Smart #3 er alveg nýr og spennandi sportjepplingur með kúpubakslagi
Smart er að koma aftur og ætlar sér að verða lúxus rafbílamerki og afhjúpar þá stefnu sína með kynningu á þessum nýja Smart #3 sportjepplingi.
Smart #3 hefur fengið sitthvað af tækniuppfærslum Smart #1 bílsins en hann er byggður á sérsniðnum rafmagnspalli sem þróaður er í samstarfi við kínverska bílaframleiðandann Geely.
Það hefur svo sem ekki verið gefið mikuð út um bílinn enn sem komið er en augljóslega má sjá að rík hönnunaráhrif eru frá Mercedes hjá teymi sem leitt er af Gordon Wagner hönnunarstjóra.
Bíllinn er laglegur, með sléttar línur, ljósastikur að framan og samlokuvélarhlíf, þættir sem allt voru frumraun með Smart #1 bílnum.
Baksviðs er gert ráð fyrir að bíllinn hafi langmest af dóti frá Geely enda er undirvagn og aflrás bílsins ættuð úr þeirra smiðju. Það er SEA grunnurinn um er að ræða en hann má finna í bílum eins og Zeekr og Volvo.
Rafhlaðan er 62 kWst. (nothæft magn) og staðsett á botni grunnsins og ýmist tengd við eina eða tvær aflrásir. Það liggur svo beinast við að ætla að Smart #1 mótorarnir verði í Smart #3 líka.
Eins mótors bíllinn væri þá að gefa um 268 hestöfl og 343Nm í togi sem kemur Smart #1 frá 0-100 km/klst. á 6.7 sekúndum.
Við gerum svo ráð fyrir tveggja mótora Brabus útgáfu fyrir þristinn líka eins og Smart #1. Sá bíll er að gefa um 422 hestöfl.
Það er ekki ýkja mikill munur á innanrými Smart #3 og Smart #1 en samt sjást ný atriði eins og rúnnaðar lofttúður sem gefa sportlegan fíling ásamt nokkuð smart efnum í innréttingu og mælaborði.
Smart #3 verður kynntur í Evrópu í semptember. Reiknað er með bílnum á markað einhvern tíma árs 2024. Þangað til mun Smart hefja göngu sína á ný í Evrópu með Smart #1 sem verður fáanlegur með hækkandi sól og sumri.
Umræður um þessa grein