- smart kynnir fyrstu bílana í nýrri línu sem ber heitið smart #1
- 100% rafdrifinn, hlaðinn tækninýjungum, snjall, rúmgóður með nýstárlegri hönnun og Beats hljómgæðum.
Askja kynnti nýjan 100% rafbíl í dag miðvikudaginn 14. júní. Þessi nýi smart #1 hefur eignast heimili við hlið sýningarsalar bíla frá Mercedes Bens, sem er í sjálfu sér ekki svo skrýtið því smart-bílarnir voru í upphafi framleiddir í nánu samstarfi við Mercedes, þótt framleiðslan sé núna komin til Kína.
Askja hefur skapað smart #1 umhverfi við hæfi sem undirstrikar vel „snjallt, nýjungagjarnt og tæknilegt útlit bílsins.
Jón Trausti Ólafsson forstjóri Öskju bauð gesti velkomna og lýsti helstu kostum hins nýja smart #1. Hann nefndi að í upphafi kemur bíllinn aðeins með afturhjóladrifi, en fjórhjóladrifin útgáfa komi síðla sumars eða í haust og loks mun enn betur búin Brabus-útgáfa fylgja í kjölfarið.
Hvað einkennir smart #1?
Askja var í raun búin að „forsýna“ þennan nýja smart #1 fyrir rétt liðlega ári þegar sýnd var sérútgáfa af þessum nýja bíl í Grósku hugmyndahúsi – sem nefna má suðupott nýsköpunar á Íslandi.
Við fjölluðum um þessa “forsýningu” í fyrra og þá var þetta sagt: smart #1 kemur úr hönnunarsmiðju Mercedes-Benz og tekur hefðbundna smábílahönnun og „smart-væðir“ – eða kannski betra að segja „snjallvæðir“ – hana hana með góðum búnaði og mögnuðum tækninýjungum.
Nýstárleg hönnun
Á vefsíðum Öskju má lesa þetta um nýja bílinn:
smart #1 kemur úr hönnunarsmiðju Mercedes-Benz og tekur hefðbundna smábílahönnun og smart-væðir hana með betri útbúnaði og mögnuðum tækninýjungum. Má sérstaklega nefna nýstárleg smáatriði eins og LED ljós að framan og aftan, umlykjandi ljós í fótarými og nýþróuðu UI/UX hugtaki með gervigreind. smart #1 er snjall fjórhjóladrifinn borgarjepplingur sem er mjög rúmgóður að innan og með mikla veghæð.
Hlaðinn nýjustu tækni
smart #1 er hlaðinn nýjustu tækni, með öflugu miðlægu tölvukerfi sem gerir ökumanni kleift að uppfæra hugbúnað bílsins í gegnum ský. Hægt verður að læsa og ræsa bílinn með snjallsímanum og verið í stöðugu sambandi. Hljómgæði verða í fremsta flokki með hágæða hljóðkerfi frá BEATS og svo má ekki gleyma að nefna stóran 12,8“ margmiðlunarskjá í mælaborði með einstaklingsbundnu notendaviðmóti.
Einstaklega rúmgóður
Þægindi var eitt af lykilatriðum þegar kom að hönnun á smart #1 og þrátt fyrir fíngerða hönnun þá er hann mjög einkar rúmgóður. Ein ástæða þess er að staðsetning hjólbúnaðar skapar meira pláss og aukin þægindi fyrir farþega.
Farangursrýmið rúmar 288 en hægt að auka það í allt að 411 lítra meðþví að renna aftursætinu aðeins fram.
Undir gólfi farangursrýmisins er aukahólf fyrir ýmsa aukahluti.
Öryggið uppmálað
smart #1 verður í fremsta flokk hvað snýr að öryggisbúnaði m.a. með fjarstýrðri bílastæðaaðstoð, þverumferðavara, veglínufylgd, akreinaaðstoð svo eitthvað sé nefnt.
Þrjár gerðir
Eins og sagði hér að framan þá er smart #1 í boði í þremur gerðum. Bíllinn sem núna var frumsýndur heitir PRO+, og er aðeins með afturhjóladrifi. Næstur í röðinni senna á árinu er PULSE og loks mun sérútgáfan BRABUS fylgja í kjölfarið:
Við munum væntanlega taka þennan nýja bíl í reynsluakstur fljótlega, og munum þá fara nánar í saumana á honum.
Umræður um þessa grein