Smá fróðleikur um hemlavökva
Flestir gera sér grein fyrir því að hemlavökvi flytur orku frá fótstigi til hjólanna og smyr hemlakerfið í leiðinni. Hann þarf að virka við allar aðstæður; bæði í miklu frosti og miklum hita.
Líklega vita fáir að fyrstu gerðir af hemlavökva voru byggðar á laxerolíu (castor oil).
Nú innihalda flestir hemlavökvar glycol-ether/borate ester en með einni undantekningu. Það er DOT 5.0 hemlavökvi sem inniheldur sílikon, en hann er hannaður fyrir aðstæður þar sem er mikill raki og vatn.
Athyglisvert er að DOT 5.1 hemlavökvi inniheldur glycol-ether/borate ester sem uppistöðu ólíkt DOT 5.0 vökvanum.
Suðumark hemlavökva er prófað þegar hann er þurr (0% vatnsmettun) og votur (3,7% vatnsmettun). Eins og sést á myndinni fyrir ofan þá skiptir miklu máli hve mettaður vökvinn er af vatni. Þegar hemlavökvi er prófaður á bílaverkstæði er notaður mælir sem mælir rafleiðni í hemlavökvanum, sem gefur til kynna hversu mengaður hann er af vatni.
Þykktin á hemlavökvanum eða eðlissegjan (kinetic viscosity) er mæld við 100°C en þá er vökvinn þunnur sem vatn og -40°C en þá getur hann verið seigur eins og hunang.
ABS hemlakerfi þarf að vera með réttum vökva sem er ekki of seigur í frosti.
Það er hægt að blanda saman sumum hemlavökvum en það er ekki ráðlegt.
Best er að verða sér úti um réttan hemlavökva í tæka tíð frekar en að hella einhverjum afgöngum í forðabúrið.
?Hér er einn möguleiki til að komast að því hvernig hemlavökvi er á þínum bíl ásamt öllum hinum vökvunum.
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein