Skortur á tölvukubbum stöðvar bílaframleiðslu
- Ford, Audiog Daimler draga úr framleiðslu í Þýsklandi vegna skorts á tölvukubbum
Ford Motor, Daimler og Audi eru meðal bílaframleiðenda sem líkt og Volkswagen sem hafa þurft að draga úr framleiðslu í verksmiðjum í Þýskalandi vegna skorts á tölvukubbum á heimsvísu.
Ford mun stöðva verksmiðju sína í Saarlouis í mánuð vegna skorts á hálfleiðurum. Verksmiðjan smíðar Ford Focus.
Ford sagði að hætt verði við framleiðslu Focus í verksmiðjunni frá 18. janúar til 19. febrúar. „Þegar við hefjum framleiðslu á ný verður forgangsverkefni okkar að smíða ökutæki sem viðskiptavinir hafa þegar pantað,“ sagði fyrirtækið í tilkynningu með tölvupósti.
Audi mun setja starfsmenn í verksmiðjum sínum í Ingolstadt og Neckarsulm í styttri vinnudaga frá og með næstu viku til 29. janúar. Framleiðsla A4 og A5 bílanna verður fyrir áhrifum. Ástæðan er „gífurlega takmarkað framboð hálfleiðara,“ sagði Audi.
Framleiðslustöðvunin hefur ekki áhrif á framleiðslu Q2 og A3 í Ingolstadt. Þetat hefur heldur ekki áhrif á framleiðslulínur fyrir A6, A7, A8, R8 og Audi e-tron GT í Neckarsulm, sagði Audi.
Audi fækkar einnig vöktum tímabundið í verksmiðju sinni í San Jose Chiapa í Mexíkó vegna skorts á framboði á hálfleiðurum í bílana.
Audi verksmiðjan í San Jose Chiapa í Puebla fylki mun starfa á einni vakt, frá mánudegi til föstudags, frá 18. til 29. janúar og mun starfa á tveimur vöktum, frá miðvikudegi til föstudags, frá 1. til 12. febrúar, sagði fyrirtækið.
Daimler er einnig að draga úr framleiðslu Mercedes vegna framboðsvandamála en segist ætla að forgangsraða framleiðslu á rafbílum sínum og bílum með góða framlegð eins og S-Class.
Fyrirtækið mun draga úr framleiðslu í bílaverksmiðjum sínum í Rastatt og Bremen í Þýskalandi og í Kecskemet í Ungverjalandi.
Í síðustu viku sagði Volkswagen vörumerkið að það myndi draga úr framleiðslu Tiguan, Touran og Seat Tarraco gerðanna í verksmiðjunni í Wolfsburg. Verksmiðja VW í Norður-Þýskalandi, sem smíðar Passat, verður einnig fyrir áhrifum af styttri vinnutíma í tvær vikur sem hefjast á mánudag.
BMW sagði að fyrirtækið hafi hingað til ekki orðið vart við á skortinn á örflögum.
Birgjar hafa einnig orðið fyrir barðinu á flöskuhálsum. Robert Bosch og Continental sögð hafa haft áhrif á framboð til bílaframleiðenda á íhlutum sem nota hálfleiðara.
“Við erum í nánum, daglegum samskiptum við viðskiptavini og birgja okkar um þetta og erum að vinna að því að bæta framboðið”, sagði Bosch.
Þýski ljósa- og rafíhlutaframleiðandinn Hella sagðist hafa þurft að stöðva nokkrar framleiðslulínur.
Örflöguframleiðendur segja að bílaframleiðendur beri að hluta ábyrgð á flöskuhálsunum.
„Sumir viðskiptavinir hafa pantað of seint og þess vegna fylgjumst við ekki með sendingum á sumum svæðum,“ sagði hollenski framleiðandinn NXP. „Það tekur þrjá mánuði eða meira frá upphafi á framleiðslu flókinnar örflögu til afhendingar,“ sagði talsmaður NXP.
Bílaframleiðendur skáru niður pantanir á örflögum þegar verksmiðjum var lokað og eftirspurnin minnkaði vegna kórónavírus í fyrra.
Iðnaðurinn sýnir batamerki en bílaframleiðendur og birgjar keppa við snjallsímaframleiðendur eins og Apple og Samsung sem hafa aukið pantanir sínar á örflögum.
Framboð til bílaiðnaðarins á næstunni er „mjög erfitt“, að hluta til vegna þess að langur framleiðsluferill hálfleiðaraiðnaðarins þýðir að viðskiptavinum eru refsað fyrir að gera ranglega ráð fyrir eftirspurn, sagði Mike Hogan, yfirmaður bifreiðaviðskipta Globalfoundries.
Globalfoundries keyra verksmiðjur sínar á fordæmalausum hraða og forgangsraða framleiðslu á tölvukubbum fyrir bíla til að fullnægja eftirspurn, sagði Hogan.
(Nick Gibbs hjá Automotive News Europe, Reuters og Bloomberg)
Umræður um þessa grein