Mánudagur, 12. maí, 2025 @ 23:08
Bílablogg
Advertisement
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt
Bílablogg
Ekkert fannst
Skoða allt

Skodaunnandinn Ingimar Eydal

Malín Brand Höf: Malín Brand
18/08/2022
Flokkar: Bílasagan
Lestími: 7 mín.
288 9
0
142
DEILINGAR
1.3k
SMELLIR
Deila á FacebookDeila á Twitter

Skodaunnandinn Ingimar Eydal

Fáir ef nokkrir þjóðkunnir menn hafa dásamað Skoda meira en Ingimar heitinn Eydal. Gleðigjafinn, húmoristinn, bjartsýnismaðurinn og síðast en ekki síst tónlistarmaðurinn Ingimar Eydal var Akureyringur og hann kunni vel að meta Skoda.

„Ég hef ekið á Skóda síðan 1955, samtals um hálfa milljón kílómetra. Þeir Skódar sem ég hef átt, verðskulda allir sömu umsögnina: Sterkir, sparneytnir, ódýrir. Skódinn er góður í snjó. Ég bý á Akureyri og ætti að vita þetta,“ sagði Ingimar Eydal þar sem hann kom fram í auglýsingu Jöfurs. Hann sagði fleira, húmoristinn sá, og er best að birta hér sjálfa auglýsinguna þar sem Skoda 130 er auglýstur:

„Dálítið sérstök tegund“

Ingimar Eydal var fæddur á Akureyri þann 20. október 1936 og lést í ársbyrjun 1993. Um upprunann hafði hann meðal annars þetta að segja:

„Við Eydalir erum dálítið sérstök tegund af borgarbörnum. Við höfum aldrei komið nærri sjómennsku eða landbúnaði og höldum því meðal annars að Akureyri sé voðalega skandinavískur bær og við séum kannski meiri Skandinavar heldur en flestir aðrir Íslendingar,“ sagði Ingimar, þegar Hemmi Gunn spurði út í uppruna nafnsins Eydal.

Þetta var árið 1991 í þættinum Á tali hjá Hemma Gunn.

Í sama þætti upplýsti eiginkona Ingimars, Ásta Sigurðardóttir, áhorfendur um að kjallarinn í húsi þeirra hjóna væri fullur af gömlum hljóðfærum og „varahlutum í Skóda 55“. Uppskar hún að vonum hlátur gesta í sjónvarpssal og eflaust áhorfenda er heima sátu og horfðu á þáttinn.

Þorði ekki að fljúga með Ómari

Ómögulegt er að geta sér til um hversu margir tónlistarmenn spiluðu með Ingimari Eydal og í sjónvarpsviðtali árið 1988 sagðist hann sjálfur ekki hafa hugmynd um hjá hve mörgum hann hafði leikið undir á píanóið.

Ljósmynd/Sverrir Pálsson

Ómar Ragnarsson er einn þeirra sem þekkti Ingimar vel og oft komu þeir fram saman. Greindi Ómar frá því að þegar til stóð að fara eitthvert og flugferð í kortunum, hafi Ingimar oftar en ekki komið sér undan því að fljúga með Ómari. Honum var víst ekki vel við að fljúga.

„Venjulega endaði það þannig að Ingimar hringdi í mig og sagði: Uh, Ómar? Við erum að hugsa um að gera þetta að fjölskylduferð á Skódanum,“ sagði Ómar árið 1988 í myndbandi sem var á YouTube en er því miður ekki að finna þar lengur. „Þá kom ég fljúgandi og Ingimar á Skódanum.“

Gáfu Skódamönnum langt nef

Já, það er dagsatt sem fram kom í upphafi greinar og í auglýsingunni frá Jöfri, að fyrsta Skódann eignaðist Ingimar árið 1955. Þá var tónlistarmaðurinn 19 ára gamall og ökuskírteinið glænýtt. „Ég var farinn að spila og fá svolítið í vasann og um þetta leyti voru viðskiptin við Tékkóslóvakíu að opnast. Ég keypti mér nýjan Skoda 1200 – svokallaðan blöðruskoda, sem ég átti í 10 ár, keyrði hann í 100 þúsund kílómetra á einni og sömu vélinni og án viðgerða,“ sagði Ingimar Eydal í viðtali sem birt var í Morgunblaðinu sumarið 1990.

„Áður en þessi fyrsti Skodi hvarf af sjónarsviðinu festi maður ráð sitt og kom sér upp fjölskyldu og það kom í ljós að Skodinn hentaði prýðilega sem fjölskyldubíll. Það höfðu margir sagt mér að Skodi væri handónýtt drasl, að ekki sé nú talað um þá sem óku um á Opelum og Chevrolettum. Þeir gáfu okkur Skodamönnum gjarnan langt nef.“

Kunna að smíða bíla fyrir stóra menn

Bílinn þann, Skoda 1200, sagðist Ingimar hafa selt á „okurverði eftir tíu ára dygga þjónustu.“ Og hvað gerði Ingimar þá? Jú, mikið rétt; hann keypti annan Skóda.

Það var Oktavía og næstu átta árin ók hann þeim bíl. „Eftir það hefur enginn getað sagt mér annað en að Skodi væri þrælsterkur og góður bíll.

Það er líka svo merkilegt við Skodann að hann er sniðinn fyrir stóra menn, eins og mig.

Ég held að þeir þarna fyrir austan [Tékkóslóvakíu], þrátt fyrir slæma stjórn, viti vel hvernig framleiða á bíla enda eru þarna bílasmiðir kynslóð fram af kynslóð,“ sagði Skodaunnandinn og var haft eftir honum í Morgunblaðinu sumarið 1990.

Gömul kona í nýjum kjól

Aftur í fór svo vélin í Skoda á sjöunda áratug síðustu aldar og fimm Skoda með vélina þar átti Ingimar. Sagði hann að undir lokin, þ.e. eftir 25 ára framleiðslu Skoda með vélina aftur í, hafi bíllinn verið orðinn úreltur. Alla tíð sterkur og góður en eftir á hvað hönnun og þróun snerti.

„Þeir fylgdust bara ekki nægjanlega vel með þróuninni. Það var verið að klæða gömlu konuna í nýjan kjól á margra ára fresti.“

Sá níundi

Þetta er fyrirsögn úr í Morgunblaðinu þann 17. maí 1989 og myndin sem fylgdi:

Þessi mynd af þeim Ingimari Eydal og Haraldi Sigurðssyni birtist í Morgunblaðinu. Mynd/Rúnar Þór

„Ingimar Eydal Skodaunnandi fékk afhentan fyrsta Skodann af gerðinni Favorite nú nýlega, en bifreið þessi er afrakstur þriggja fyrirtækja á þessum vettvangi; Porsche, Bertone og Skoda. Ingimar eignaðist sína fyrstu bifreið af gerðinni Skoda árið 1955 og hefur ævinlega síðan átt slíka bifreið. Nýi bíllinn sem Haraldur Sigurðsson frá Jöfri hf. afhenti Ingimari er níundi Skodinn hans, en hann hefur ekið um á þessum tékknesku bifreiðum sínum um hálfa miiljón kílómetra. „Ég stefni að því að aka milljón kílómetra á Skoda áður en yfir lýkur,” sagði Ingimar.“

Heimsókn í Skodaverksmiðjurnar

„Hann var búinn að eiga mjög marga alltaf með sama númerið 1027“ sagði Inga Eydal dóttir Ingimars. Þá sagði hún föður sinn alltaf hafa keypt tímarit á tékknesku um Skóda sem hét Skoda Review. „Hann tók þetta svona alla leið, hann fór á sínum tíma og heimsótti Skódaverksmiðjurnar í Tékkóslavakíu.“

Skjáskot/RÚV

Þetta sagði Inga þegar rætt var við hana á RÚV í lok októbermánaðar árið 2011 en þá voru haldnir tónleikar í Hofi á Akureyri til heiðurs Ingimari Eydal sem hefði orðið 75 ára hefði hann lifað. Af þessu tilefni var á sama stað sett upp sýningin „Fjölskylduferð á Skóda“ og sagði Inga að þannig væri minningin um Skódana hans Ingimars; þeir hafi verið hluti af fjölskyldunni.  

Kæru lesendur, svo dáðum og elskuðum manni er ekki hægt að gera skil í einni lítilli grein. Það kemur því vel til álita að skrifa meira síðar, enda til afskaplega margar skemmtilegar bílasögur sem tengjast Ingimari Eydal.

Ábendingar hvers kyns þigg ég með þökkum og er best að senda þær á netfangið malin@bilablogg.is

Svona í lokin er rétt að leyfa þessu myndbandi að fylgja en hér eru þrjár stuttar auglýsingar þar sem Ingimar Eydal talar um Skoda:

Tengt efni:

Sannleikurinn um Bjössa á mjólkurbílnum

Ótrúlegt að bíll kæmist leikandi yfir Öxnadalsheiði

Nágranninn á sennilega Skoda: Gamlar bílaauglýsingar

?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Fyrri grein

Land Cruiser 300 eða Defender?

Næsta grein

Rivian R1T gæti þolað íslenskt slabb og polla

Malín Brand

Malín Brand

Akstursíþrótta- og blaðamaður

Svipaðar greinar

Ford Pinto, elskaður og hataður

Ford Pinto, elskaður og hataður

Höf: Pétur R. Pétursson
08/04/2025
0

Ford Pinto var svar Ford Motor Company við vaxandi samkeppni frá japönskum og evrópskum smábílum á sjöunda áratugnum. Pinto var...

1969 BMW 2000CS – klassískur kúpubakur!

Höf: Pétur R. Pétursson
09/03/2025
0

BMW 2000CS er hluti af „Neue Klasse“ línunni frá BMW og var framleiddur frá árinu 1965 til 1969. Þetta var...

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Hvað er „sportjeppi“? Við höfum svarið … eða þannig

Höf: Jóhannes Reykdal
16/02/2025
0

En umræðurnar halda áfram..... Ein umdeildasta umræða í bílaheiminum er um skilgreininguna á SUV („Sport Utility Vehicle”) sem við hér...

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

1987 Ford Sierra RS500 Cosworth

Höf: Pétur R. Pétursson
01/02/2025
0

150.0000 pund er verðið sem eigandinn vill fá fyrir gripinn 27.000 mílur - aðeins þrír eigendur frá upphafi Númer 39...

Næsta grein
Stórkostlegt bílasafn dansks auðmanns endar á uppboði

Stórkostlegt bílasafn dansks auðmanns endar á uppboði

Umræður um þessa grein

Greinaflokkar

  • Aðsent
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Fréttatilkynning
  • Hugmyndabílar
  • Kynning
  • Mótorsport
  • Ritstjórn
  • Tækni
  • Umferð

Tögg

Cadillac Eldorado e power Hyundia Ioniq 6 klassík lögreglubílar mahindra Rafgmagnsbíll rafhlöður rafmagn Rafmagnsbíll Shanghai sjúkrabílar tata World car of the year

Óháður bílavefur

Bílablogg.is er sjálfstætt starfandi fjölmiðill sem skrifar með þarfir lesenda í huga. Við leggjum metnað okkar í að reynsluaka nýjum bílum og flytja fréttir af því helsta sem er að gerast í bílaheiminum, bæði heima og erlendis.

Greinar

  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð
  • Bílaframleiðsla
  • Bílaheimurinn
  • Bílasagan
  • Bílasýningar
  • Fornbílar
  • Hugmyndabílar
  • Mótorsport
  • Tækni
  • Umferð

Reynsluakstur

  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar
  • Atvinnubílar
  • Fólksbíll
  • Jeppi
  • Skutbíll
  • Sportjeppar

Nýjustu færslurnar

Álit

Audi Q6 e-tron S-line – punkturinn yfir i-ið hjá Audi

12/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Mercedes GLC EV verður kynntur á bílasýningunni í München

10/05/2025
Bílaframleiðsla

Nýr Jeep Compass stækkar og bætir við valkostum í drifrásum

07/05/2025

2023 © Bílablogg.is • Allur réttur áskilinn • Bílablogg sf • Kt. 5911211460

Welcome Back!

Skráðu þig inn á aðganginn þinn

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Ekkert fannst
Skoða allt
  • Heim
  • Greinar
    • Bílaframleiðsla
    • Bílaheimurinn
    • Bílasagan
    • Bílasýningar
    • Fornbílar
    • Fréttatilkynning
    • Hugmyndabílar
    • Mótorsport
    • Tækni
    • Umferð
  • Okkar álit
    • Atvinnubílar
    • Fólksbíll
    • Jeppi
    • Skutbíll
    • Sportjeppar
  • Myndbönd
  • Um okkur
  • Samband

© 2022 Bílablogg sf. - Allur réttur áskilinn.