Skoda stefnir á topp 5 í Evrópu
- Skoda stefnir að því að komast fram úr Ford og Toyota og verða eitt af topp 5 vörumerkjum í Evrópu
- Við ætlum að ná markmiðinu með því að koma sterkir inn í grunnflokki, segir forstjóri Skoda
Skoda stefnir að því að komast upp fyrir Ford og Toyota og verða meðal fimm efstu söluhæstu vörumerkja Evrópu á bílamarkaði árið 2030, sagði Thomas Schaefer forstjóri.
Markmiðið er hluti „Skoda 2030 áætlunarinnar“ og verður náð með því að „styrkja stöðu vörumerkisins enn frekar í grunnflokki bíla“, sagði Schaefer við blaðamenn á kynningu á netinu á fimmtudaginn 24. júní.
Schaefer vísaði þar með til nýja Fabia, sem fer í sölu síðar á þessu ári á verði sem er undir 14.000 evrum.
Skoda er núna í 8. Sæti í Evrópu miðað við sölu byggt á gögnum frá 2020 frá iðnaðarsamtökunum ACEA sem telja skráningar í Evrópusambandinu, EFTA og Bretlandi.
Verða að komast upp fyrir Ford og Toyota
Skoda yrði að fara fram úr Ford og Toyota til að komast í fimm efstu sætin. Volkswagen vörumerkið var söluhæst í fyrra og síðan Renault, Peugeot, Mercedes-Benz og BMW.
Skoda seldi 643.019 bíla í Evrópu í fyrra. Sala þeirra minnkaði í heimsfaraldrinum en bílaframleiðandinn jók markaðshlutdeild sína í 5,4 prósent úr 4,8 prósent árið áður.
Skoda var næst mest selda vörumerkið í vörumerkjasafni Volkswagen samstæðunnar um alla Evrópu á árinu, næst á eftir Volkswagen merki samstæðunnar.
Fyrstu fimm mánuði ársins 2021 hefur Skoda þegar farið fram úr Ford, Mercedes og BMW til að ná fimmta sæti á eftir Toyota, samkvæmt tölum ACEA.
Sala Skoda hefur aukist með nýrri kynslóð Octavia, sem er söluhæsti bíll fyrirtækisins, sem kom í sölu árið 2020.
Skoda er einnig að hefja sölu á Enyaq-rafknúna sportjeppanum, sem er fyrsta gerð Skoda byggð á MEB-palli VW.
Schaefer sagði að fyrirtækið ætti í vandræðum með að uppfylla pantanir. „Við höfum ekki náð að uppfylla eftirspurn á Enyaqs, sagði hann.
Schaefer varaði við því að Skoda þyrfti að loka verksmiðjum sínum í Tékklandi í viku vegna áframhaldandi skorts á örflögum og lýsti nauðsyn þess að stöðva framleiðsluna sem „hörmung“ fyrir fyrirtækið.
„Hlutabréf okkar eru í sögulegu lágmarki. Það er ekkert sem við getum gert. Við verðum að vona að það róist á seinni hluta ársins“, sagði hann.
Skoda, stærsti útflytjandi Tékklands, afhenti 1.05 milljónir bíla á heimsvísu árið 2020, sem er 19 prósent minnkun milli ára í kjölfar faraldurs kórónaveirunnar, en yfir einnar milljóna markinu sjöunda árið í röð.
(Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein