Hekla kynnti á dögunum nýjustu viðbótina frá Škoda – Škoda Elroq og bauð upp á forsýningu á bílnum fimmtudaginn 20. febrúar. Elroq fékk nýlega fyrstu verðlaun í flokki rafknúinna fjölskyldubíla hjá What Car? en með Elroq kynnir Škoda nýja hönnun sem nefnist “Modern Solid” og er forsmekkurinn af því sem koma skal í nýjum bílum frá Skoda.



Það var líka greinilegt að þessi nýi bíll frá Škoda var að fá góðar viðtökur hjá þeim gestum sem komu á Laugaveginn til að skoða bílinn nánar. „Þetta er nákvæmlega stærðin sem okkur vantar“ og „flott hönnun“ mátti heyra hjá mörgum sem voru að skoða bílinn.

Elroq er alrafmagnaður og með allt að 580 km drægni, og það er hægt að hlaða með allt að 175 kW sem gerir mögulegt að hlaða hann frá 10% upp í 80% á 28 mínútum.


Margir höfðu orð á því hve farangursrýmið væri gott, en það er 470 lítrar en hægt er að stækka það í 1.580 lítra með því að fella niður sæti.
Það má með sanni segja að Elroq sé einn rafmagnaður með öllu. Við hjá Bílabloggi fengum að reynsluaka bílnum fyrir þessa forsýningu og sannreyndum að einn helsti styrkleiki Elroq eru sportlegir aksturseiginleikar.
Spólvörnin kom skemmtilega á óvart, sérstaklega þegar ekið var á blautum götum – stöðugleikinn var til fyrirmyndar og gripið í beygjum áberandi betra en í mörgum öðrum sambærilegum rafmagnsbílum. Þetta er líka bíll sem er nettur á alla kanta en rúmgóður að innan.
En góðir akstureiginleikar og lítill beygjuradíus gera einnig sitt til að þetta er bíll sem venst vel í daglegum akstri.
Lestu um reynsluaksturinn hér – mynband, myndir og álit.
Umræður um þessa grein