Skemmtilegir rafbílar
Stundum sjáum við á veraldarvefnum skemmtilegar fréttir um sniðuga rafbíla.
Í dag er það Jon Winding-Sørensen hjá bílavefnum BilNorge sem segir okkur frá nokkrum slíkum:
Það má segja að þetta sé „buggy-útgáfan“ af minnstu Smart-bílunum. Búið var að fjarlægja nánast allt, líka yfirbygginguna. Það sem eftir stóð má í raun segja að hafi verið frekar hjákátlegt.
Skrýtið að það hafi tekið rúm 20 ár þar til einhver áttaði sig á að Smart Crossblade gæti verið hugmynd sem ætti að fylgja eftir. Evetta hefur loksins gert það.
Spólum hratt áfram til ársins 2022. Til að eitthvað svipað sé nógu sannfærandi í dag þarf það að vera knúið af rafhlöðum og það eina sem hönnuðir allra þeirra sem smíða litla rafbíla reyna að forðast er að þeir líti út eins og sérhannaðir bílar fyrir hreyfihamlaða eða golfbílar.
En svo kemur Evetta fram með nokkrar útgáfur. Meðal annars einn sem lítur út eins og egg sem búið er að brjóta aðeins ofan af.
Evetta kemur frá þýskum framleiðanda og hefur augljóslega verið byggður á Microlino. Microlino var, þegar allt kemur til alls, endurvakin útgáfa Isetta-bílsins og hefur farið í gegnum ýmsar undarlegar æfingar á árunum sem eru liðin frá frumsýningu hans.
„Ég veit bara að það er egg, alveg eins og Isetta/Microlino og að það opnast að framan“ segir Jon Winding-Sørensen. „Svo veit ég líka að eitt af því fyrsta sem Evetta gerði var að smíða útfærslum, nefnilega opna tveggja sæta bíla með lága framrúðu.
Ég veit líka, af því að ég hef skoðað heimasíðuna, að hann er með 18 kWt rafhlöðu og ætti að duga í 200 kílómetra. 90 km/klst er mögulegur hámarkshraði. Þessi frumútgáfa á Evetta verður smíðuð í 999 eintökum og kostar sitt eða um 33.333 evrur.“
Frumgerðin frá Microlino, ef rétt er að kalla upprunalega Isetta frumgerð, mun kosta 12.500 evrur, en með minni rafhlöðu.
Fleiri lausnir frá Evetta
Evetta er einnig með sveigjanlega og fjölþætta lausn fyrir þá sem eru að leita að pallbíl, minibus eða mini húsbíl:
Frá eBussy til Xbus
BilNorge birti nefnilega fyrir nokkru frétt um nýjan, snjallan þýskan rafbíl, 600 kílómetra drægni plús 200 kílómetrar í viðbót þegar vel viðrar!
Kynningin hljómaði spennandi: þetta var bíll þar sem hægt var að skipta um yfirbyggingu. – Frá pallbíl til húsbíls til sendibíls til…, sagði í fréttinni, sem gæti boðið upp á um 10 mismunandi yfirbyggingar fyrir tvo mismunandi undirvagna.
Það er því mjög sveigjanlegur atvinnubíll þar sem annar undirvagn hefur aðeins betri torfærueiginleika en hinn.
En fyrir utan hæðina eru báðir með sömu forskriftir, þar á meðal 3,75 kW mótor fyrir hvert hjól, eiginþyngd á milli 800 og 1100 kg með hámarksþyngd 1600 kg, lengd og breidd 395 x 163 og hjólhaf 220 cm.
Og rafhlöðurnar voru sagðar eins: Það eru þrír valkostir, 10, 20 og 30 kWt.
Rafhlöðupökkunum er komið fyrir í útdraganlegum skúffum undir gólfi – þannig að í raun er líka hægt að skipta um rafhlöðupakka. En það er byggt fyrir venjuleg hleðslukerfi.
Með 11 kW Type 2 hleðslutæki færðu allt að 80% hleðslu á tæpri klukkustund.
Umræður um þessa grein