Loftsíu markaður fyrir bíla var metinn á um 10,75 milljaðra USD árið 2021. Áætluð stærð markaðarins árið 2022 er um 11,1 milljarður Bandaríkjadala og er spáð að hann fari í 14,4 milljarða Bandaríkjadala um 2030. Skyquest.com
Reyndar fjallar þessi grein um „handgerðar” loftsíur þar sem sjálfvirkni kemur lítið við sögu en gefur samt mjög góða innsín í hvernig loftsían virkar.
Loftsía bílsins þjónar nokkrum mikilvægum hlutverkum:
Rykvörn: Loftsían kemur í veg fyrir að ryk og óhreinindi komist inn í inntakskerfi vélarinnar. Án síu gætu allskyns agnir valdið skemmdum á viðkvæmum vélarhlutum, svo sem stimplum, strokkum og lokum.
Afköst: Hrein loftsía tryggir að vélin fái stöðugt flæði hreins lofts, sem er nauðsynlegt fyrir bestan bruna. Þegar loftsían stíflast af óhreinindum og ryki takmarkar hún loftflæði til vélarinnar, sem leiðir til minni afkasta, minni eldsneytisnýtingar og veldur því hugsanlega að vélin gengur ekki eðlilega.
Eldsneytisnýting: Rétt loftflæði skiptir sköpum til að ná góðri eldsneytisnýtingu. Hrein loftsía gerir vélinni kleift að brenna eldsneyti á skilvirkari hátt með því að viðhalda réttu hlutfalli lofts og eldsneytis. Stífluð loftsía getur truflað þetta hlutfall, sem leiðir til óhagkvæms bruna og aukinnar eldsneytisnotkunar.
Ending: Með því að koma í veg fyrir að mengunarefni komist inn í vélina hjálpar loftsían við að lengja endingu mikilvægra íhluta vélarinnar. Hreint loft er nauðsynlegt til að lágmarka slit á innri vélarhlutum, sem getur lengt líftíma vélarinnar.
Á heildina litið gegnir loftsían mikilvægu hlutverki við að viðhalda afköstum, skilvirkni og langlífi vélar bílsins, sem gerir hana að ómissandi þætti í viðhaldskerfi ökutækisins. Mælt er með reglulegri skoðun og endurnýjun loftsíu til að tryggja bestu notkun vélarinnar.
Einfaldast er að láta skipta um loftsíu við smurningu eða þjónustuskoðun bíls.
Hvernig eru loftsíur búnar til?
En skoðum aðeins hvernig loftsía er búin til. Þar sem þetta tól er tiltölulega einfalt í grunninn er ekki úr vegi að skoða einfaldar framleiðsluaðferðir sem Pakistanar viðhafa við framleiðslu loftsía. Athugið að sú aðferð sem við sýnum hér er ekki endilega sú skilvirkasta eða besta en hún sýnir ferlið afar vel.
Hér er verið að sníða niður efni í topp og botn á loftsíuna.
Toppar og botnar tilbúnir til sprautunar.
Topp og botn málaðir.
Allt efni sniðið í höndum og völsun netsins er í höndum unga mannsins á myndinni hér neðst til vinstri.
Harmonikupappír er heftaður saman á endum. Þetta er uppistaðan í síunni sjálfri.
Innra netið sett á milli grisju og ytra nets.
Hér eru engir límstafir – heldur er notaður stensill eins og í gamla daga.
Myndband
(Unnið upp úr myndbandi á Youtube rás Amazing Things Official)
Umræður um þessa grein