Sígarettukveikjarinn: Enn eimir eftir af honum
Þegar sonur minn var lítill sagði ég eitt sinn: „Þú þarft bara að stinga þessu í sígarettukveikjarann,“ og augnaráðið sem ég fékk var áhrifaríkt. Það sagði mér margt. Ekki bara að ég væri tekin að reskjast „fyrir aldur fram“ heldur líka að einu sinni reykti fólk sígarettur í bílum og sígarettukveikjarinn þótti sjálfsagður búnaður.
Rétt er að taka fram að ég var að tala um 12-volta tengið og enginn að fýra í eiturnagla í bílnum.

Sem betur fer þurfti ég aldrei að hoppa og skoppa öryggisbeltislaus aftur í bíl sem var fullur af reyk. Auðvitað voru ekki belti í öllum bílum þegar ég var pottormur en mér fannst það bara svo „lýsandi“ að orða þetta svona: Allt í óreiðu, börnin að slást og foreldrarnir sáu ekki til þeirra gegnum reykskýið.
Hér er skjáskot úr Vikunni frá árinu 1953 og er það ættað úr brandarahorninu:

Skoda var auglýstur svona árið 1955:

Texti úr Ramblerauglýsingu árið 1963:

Úr bílaauglýsingu í ársbyrjun 1984. Hér var Nissan Micra auglýstur og sígarettukveikjarinn snemma í upptalningunni á búnaði bílsins:

Eftir 1990 var svo gott sem alveg hætt að minnast á sígarettukveikjara í bílaauglýsingum í íslenskum blöðum. Enda tóbaksvarnir á spretti hér á landi og sígarettukveikjarar einungis nefndir í sömu andrá og bílasímar og önnur tæki sem tengst gátu þessu fyrirbæri með ólukkulega nafnið; sígarettukveikjaranum.
Þó að sígarettukveikjarinn sem slíkur sé horfinn úr bílum nútímans þá gætir enn áhrifa hans. Kringlótt form 12-volta tengisins er ein áminning þó svo að það sé á útleið.

Undirrituð rakst á vel unnið myndband á YouTube þar sem fjallað er um sígarettukveikjara í bílum og hvernig reykingar voru dásamaðar í „denn“. Hér er það:
Umræður um þessa grein