- Sérstakur búnaðarpakki fyrir Evrópu dregur úr aksturshæð og bætir við hljóðkerfi sem líkir eftir hefðbundnum útblæstri
Shelby er kominn í rafmagnið með uppfærslupakka í takmörkuðu upplagi fyrir Ford Mustang Mach-E GT, sérstaklega fyrir Evrópu.
Fjöðrun er lækkuð um 25 mm.
Pakkinn gefur Mach-E GT meira áberandi útlit, lækkar aksturshæðina um tommu (25,4 mm) og bætir við vélarhlíf, vindskeið að framan og speglahús úr koltrefjum.
Það hefur einnig verið bætt við nýju hljóðkerfi framleitt af Borla sem líkir eftir hávaða sem brunavél framleiðir. Það endurspeglar snúningshraða rafmótorsins og afl- og togúttak, keyrir þetta í gegnum sérsniðið reiknirit til að framleiða það sem sagt er að sé „ofuraunsæ“ hljóð.
Shelby uppfærslupakkinn bætir við Borla hljóðkerfi sem líkir eftir V8-vélarhljóði.
„Án rauntímaviðbragða á gangverki bifreiða og ökutækja í gegnum hljóðbylgjur og titring, vantar mikið af þeirri reynslu,“ sagði David Borla, markaðsstjóri fyrirtækisins sem hannar þennan búnað.
„Þetta er eins og hljóðhraðamælir sem veitir ökumönnum þessa rauntíma endurgjöf, og það er líka eins og hljóðfæri sem spilar spennandi hljóðrás sem eykur akstursupplifunina, gefur ökutækinu persónuleika og tilfinningu fyrir sál.
Svipað kerfi er notað á Abarth 500e og Dodge Charger Daytona SRT Concept.
Drifrasarbúnaður Mach-E GT er að öðru leyti óbreyttur, þar sem tvöfaldir mótorar gefa 480 hestöfl og 859,5 NM tog.
Shelby hefur enn ekki greint frá því hversu mikið koltrefjahlutarnir draga úr 2198 kg eiginþyngd bílsins, en ekki er búist við því að hún minnki verulega.
Shelby pakkinn, takmarkaður við 100 eintök, kostar 24.900 evrur (um 3,7 millj. ISK).
Aaron Shelby, barnabarn stofnanda fyrirtækisins Carroll Shelby og stjórnarmaður, sagði: „Við ákváðum að bjóða Shelby Mustang Mach-E GT upphaflega aðeins í Evrópu vegna þess að sala á rafbílum vex mun hraðar þar en í Bandaríkjunum.
Og frá 2016 til 2021 fjölgaði almennum rafhleðslustöðvum um 431% í Evrópu. Það er bara góð viðskiptavitund fyrir Shelby American.“
(grein á vef Autocar)
Umræður um þessa grein