- 230 þúsund punda Land Rover Defender V8 Islay Edition kynntur
- Nýja „Islay Edition“ er afmælisútgáfa hins „gamla góða“ Defender frá Land Rover Classic
Það hefur ekki verið skortur á sérstökum útgáfum af upprunalega Land Rover Defender á 33 ára framleiðsluferli hans (þar sem margar þeirra komu eftir opinber framleiðslulok hans árið 2016), en „Classic“ deild fyrirtækisins gætu hafa búið til fullkomna útgáfu með nýju Land Rover Defender Islay útgáfunni sem þeir voru að kynna.
Land Rover segir að Islay Edition sé innblásin af 1965 Series IIa sem er í eigu og notuð af Spencer Wilks – einum af stofnendum Land Rover. Wilks prófaði einnig snemma frumgerðir á Isle of Islay í Skotlandi – sem gefur nýja bílnum nafn sitt.
Kynning á Islay Edition markar einnig 75 ára afmæli Land Rover árið 2023.
Islay Edition er byggð á Classic Defender Works V8 sem þýðir að það er 5,0 lítra V8 bensínvél sem dælir út 400 hestöflum og 515 Nm togi í gegnum átta gíra ZF sjálfskiptingu.
Þrátt fyrir yfirlætislaust ytra útlit mun þessi Defender fara úr 0-60 mílum á 5,6 sekúndum og ná hámarkshraða upp á 170 km/klst.
„Gjafabílar“ eru notaðir til að búa til þessa sérútgáfu af Defender, þó að Land Rover segi að hver bíll sé ítarlega endurgerður, endurhannaður og uppfærður, auk þess sem þeir eru takmarkaðir við gerðir byggðar frá 2012 til 2016.
Við fyrstu sýn lítur Defender Works V8 Islay Edition út eins og hver annar Defender en hann er með öflugar stálfelgur með sérstakri kalksteinsmálningu, framljósin eru endurbætt með LED-einingum og það er hliðarmynd af ‘GXC 639C’ – svona sem vísun til Wilks’ Series IIa skráningar.
Litavalið er „Heritage Grey“, sem nær að aftari aurhlífum og grillinu.
Þetta er sérstök „afmælisútgáfa“ fyrir markaðinn á Bretlandi og því er stýrið hægra megin.
Að neðan fær Islay Edition uppfærða fjöðrun með endurskoðuðum gormum og dempurum og endurbættu hemlakerfi til að takast á við aukinn kraft.
Sérstakt „tweed“ áklæði er í bílnum.
Frekari breytingar hafa verið gerðar á farþegarýminu þar sem eru smáatriði sem hylla sögu Defender. Sætin, hliðarklæðningin, þakklæðningin og mælaborðið eru með „Windsor Ebony“ leðri og miðborðið og mælaborðið eru í sama Heritage Grey og ytra byrði.
Lítil skilti við hlið gírstangarinnar segir söguna af því hvernig Ian Duncan sagði Wilks að sería I sem hann var að prófa hlyti að vera nýr „Land“ Rover – sem gaf fyrirtækinu nafn sitt. Sérstök tweed-hönnun búin til af Islay Woolen Mill-fyrirtækinu er um alla innréttinguna.
Gólfið er klætt timbri úr gömlum vískí-tunnum
Frekari virðingarvottur til Skotlands kemur í formi eikar sem er fengin úr Kilchoman viskí eimingartunnum sem notuð eru í miðgeymslurýminu og botni hvers bollahaldara.
Sérstök „Islay“ meking að aftan
Islay Edition er fáanleg í bæði 90 og 110 yfirbyggingum, með stutta hjólhafið sem kostar frá 230.000 pundum og 110 frá 245.000 pundum. Einkaréttur er tryggður því aðeins 30 verða framleiddir, skipt á milli 17 fyrir 90 gerðina og 13 fyrir 110.
(Auto Express Alastair Crooks)
Umræður um þessa grein