Sagt er að VW Arteon muni hætta árið 2024, ID.Aero EV komi í staðinn
Eins og fólksbifreiðamarkaðurinn heldur áfram að leika, eru bílaframleiðendur á fjöldamarkaðnum sem eru eftir í hverjum flokki að finna sér einn fólksbíl til standa eftir.
Hjá Volkswagen lítur út fyrir að síðasti fjögurra dyra bíllinn sem standi verði rafbíllinn ID.Aero sem aðeins notar rafhlöður líkt og aðrir ID-bílar.
Bíllinn sem var sýndur var sem hugmyndabíll er áætlaður á markað í Kína árið 2024, næst á eftir Evrópu og Bandaríkjunum einhvern tíma í kringum seinni hluta ársins 2023. Samkvæmt Automotive News kemur ID.Aero á Bandaríkjamarkað líka, en það mun þá líka þýða endalok Volkswagen Arteon fólksbílsins, sem blaðið segir að muni hætta á markaði vestra árið 2024.
Arteon, (á myndinn hér að ofan) sem kom á markað í Evrópu árið 2017, er staðsettur fyrir ofan Passat og er að miklu leyti byggður á 2015 Volkswagen Arteon hugmyndabílnum sem sýndur var á alþjóðlegu bílasýningunni í Genf.
Arteon var frumsýndur í Bandaríkjunum á bílasýningunni í Chicago 2018.
Volkswagen seinkaði kynningu Arteon í Bandaríkjunum vegna ótilgreindra vandamála við útblástursprófanir. Fyrstu bílarnir byrjuðu að berast til umboða í Bandaríkjunum í apríl 2019.
Í hugmyndaformi var ID.Aero bíllinn sem er í svipaðri stærð og Passat og sem kemur í stað Arteon með 77 kWh rafhlöðu og er áætlað að hann nái 620 kílómetra drægni samkvæmt WLTP staðlinum í Evrópu, eða 385 mílur í Bandaríkjunum áður en dregnar eru frá prósentu fyrir strangari EPA próf í Bandaríkjunum.
Hönnun á ID.Aero er hugsuð með MEB grunninum sem einnig er undirstaða ID.3, ID.4 og ID.Buzz, meðal annarra rafbíla Volkswagen.
Það er ekkert sagt enn um drifrásina, en búast má við fram- og fjórhjóladrifnum útgáfum.
Sagt er að farþegarýmið sé rúmgott, sem réttilega má búast við: Aero teygir sig næstum 498 cm að lengd og hann er byggður á tiltölulega löngu hjólhafi.
Það er líka mögulegt að ID.Aero breytir nafni sínu fyrir framleiðslu í númer eins og ID.7; núverandi heiti vísar til 0,23 stuðuls loftmótsstöðu. Og það er möguleiki að bíllinn fái systkini í stationgerð, framleiðsluútgáfu af ID.Space Vizzion.
Umræður um þessa grein