Sagt að Audi sé með rafmagnsbíl í A5-stærð í pípunum
Ef lesendur okkar hafa haldið að rafmagnstæknin, sem fengin var með þróun Porsche Taycan, væri bundin við Porsche og ekki einhver önnur vörumerki Volkswagen Group, þá hafa þeir ekki fylgst mjög vel með rafvæðingarstefnu fyrirtækisins.

Porsche og Audi eru að vinna að nýju „Premium Platform Electric“ eða „aðalgrunni rafbíla“ sem mun renna stoðum undir röð rafknúinna ökutækja frá nokkrum merkjum VW Group, þar af einum Audi A5 rafmagnsfólksbí, að því er kemur fram í fréttum á Automotive News og Autocar.
Þessi grunnur rafbíla verður afturhjóladrifinn í grunnformi, með aðeins einum rafmótor staðsettum á afturás, en varðandi kröfur Audi um fjórhjóladrif mun hann vera með annan mótor að framan. Rafmagnsgrunnurinn verður nægjanlega sveigjanlegur til að nota fyrir stóra fólksbíla og jeppa, auk fjölda rafhlöðustærða, og lengsta akstursvið á rafhlöðu er 485 kílómetrar, segir í frétt á Autocar. Þessi grunnur mun einnig vera með 800V kerfi sem getur tekið við 350 kW hleðslu – það er mjög hröð hleðsla.
Hvaða gerðir eru í farvatninu þegar kemur að „Premium Platform Electric“? Svo virðist sem Audi muni leggja fram fjögurra dyra fólksbifreið í A4 stærð með coupé-sniði svipað og A7 Sportback, með útliti í átt að til E-tron GT hugmyndarinnar. (Ef við viljum nota Tesla til samanburðar, þá hljómar þetta eins og þetta verði keppinautur Tesla Model 3).
Autocar segir í sinni frétt að þeir vari við því að þessi gerð hafi ekki verið samþykkt af Audi enn sem komið er og að bíllinn sé enn á fyrstu stigum hönnunar, en með aksturssviðið 485 kílómetra, fjórhjóladrif og sé meðalstór fólksbifreið, hljómar það eins sniðininn fyrir rafmagnssvið Audi, sem í bili inniheldur e-tron jeppann 2019.
Meðalstór fólksbifreið væri eitt af rökréttu næstu skrefunum miðað við þá sterku eftirspurn sem Tesla hefur upplifað með Model 3 ef aftur sé vísað í þann samanburð.
Reiknað er með að þessi miðlungsstóra gerð „Sportback“, ef hún er samþykkt til framleiðslu, muni leiða af sér ýmsar gerðir sem fela í sér „crossover“-bíla, stationbíla, „Sportback“-gerðir, fólksbíla og sportjeppa. En áður en rafbílarnir á þessum grunni koma á markað, sem verða snemma á næsta áratug, munu tvær aðrar gerðir rafbíla frá Audi koma á markað fyrst: Audi E-tron GT – útgáfa af Porsche Taycan – og e-tron Sportback sem mun vera meira coupé-lík útgáfa af e-tron sportjeppanum sem nú er á markaði.
Umræður um þessa grein