Umferðarskilti sem gleðja, rugla eða trufla? Það er nú það! Oftast eru þau nokkuð einföld og alþjóðleg en á því eru þó undantekningar. Hér eru nokkrar slíkar undantekningar og vonandi gleður þetta meira en ruglar.
Byrjum samt á þeim skiltum sem tilheyra flokki misvísandi skilta: Ekki byrjar þetta vel hjá okkur! Misvísandi eða vísmisandi? Afleitt fyrir áttavillta og ákvarðanafælna… Þetta skilti er víst við rætur fjalls í Alaska. Frekar óskýrt í alla staði: Ljósmynd, myndefni og já, bara allt! Þetta gæti átt heima á pólitískum vettvangi. Eða er þetta kannski hin þverpólitíska sátt á miðri leið? Hér gerðist eitthvað vont við samsetningu orðanna. Einmitt. Þar höfum við það! Þetta voru þau skilti sem mega eiga það að vera misvísandi. Nú taka mis-skiltin við.
Óskiljanleg skilti eða í það minnsta illskiljanleg Fjarlægið gervitennurnar! Spæjari? Manneskja í skottinu? Framrúðuáhangandi? Mennsk bílapressa? Þetta er vel til þess fallið að æra óstöðuga! Greinilega ekki svæði sem maður ætti að hætta sér inn á. Birnir og börn? Jæja, það var nú gott. Allir löngu búnir að fá nóg af þeim líka! Þeir sem sáu þetta skilti ekki eru væntanlega í vondum málum. Núnú? Þá þarf ekki nokkrar áhyggjur að hafa. Skilti sem eiga að vekja athygli ökumanna – án þess að hafa beina merkingu Sumir vegir og aðstæður eru þannig að ökumenn verða hreinlega að vera á nálum til að ekki fari illa. Ástralir hafa, að mér skilst, komið upp ýmsum spaugilegum skiltum sem eru ekki endilega rökrétt en halda ökumönnum við efnið. Cape Tribulation Road, Diwan QLD, Australia: Hér gæti eitthvað stokkið út á götu. Mjög skyndilega! Á fjallvegi í Denali í Alaska mun það víst vera svo að aðstæður geta verið býsna krefjandi. Húmorinn hefur fengið að prýða skiltin til þess eins að skerpa á athygli ökumanna um svæðið. Skiltin hafa vakið lukku og vonandi athygli ökumanna líka. Það sama á við hér. Ehemm… Og þetta líka. Denali í Alaska. Þar sem kókoshneturnar eru ekki. Of flókin skilti: Frekar flókið að sjá. Allt of flókið að sjá. Það er eitthvað sjoppulegt við þetta. Mætti kannski einfalda þetta eitthvað? Datt manneskja gegnum þetta litla op ofan í vök eða er þetta eitthvert hryllingsskilti? Frekar ógeðslegt og virkilega flókið mál; er viðkomandi í lausu lofti? Og varð bara mál? Vont mál og flókið. Og að lokum eru það skiltin sem tala sínu máli en helst án orða: Þessa mynd tók ég á Ítalíu og hefur skiltið ekkert með hljóðfæri að gera. Hvað svo sem þetta á að fyrirstilla þá er eins gott að hafa sig hægan. Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa „yfirvofandi“ hættu. Þó sá fnykurinn frá hvalstöðinni þetta sumarið að mestu um að halda forvitnum ferðalöngum fjarri þessum varhugaverða stað. Hann á eitthvað voðalegt yfir höfði sér. Eða kannski hefur hann bara lagt árar í bát. Kafarar gætu verið ofansjávar. Eða þarna uppi á yfirborði jarðar á leið til eða frá Silfru. Nema þetta sé Pingu (Maggi mörgæs)? Niðurdreginn? ??
Svona gæti elgsprófið í Alaska litið út ef illa gengur. Mannýgur maður? Mannlaus en mannýgur strætó? Ljósmyndir: Malín Brand/Wikimedia Common/Pinterest/Unsplash ?
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein