Rolls-Royce Spectre EV lýkur vetrarprófunum sínum í Svíþjóð
Rolls-Royce hefur tilkynnt að rafbíllinn Rolls-Royce Spectre hafi lokið einum fjórða af alls 2,5 milljón kílómetra prófunaráætlun sinni, þar sem bíllinn lauk vetrarprófunum í Arjeplog í Svíþjóð.
Rolls-Royce einnig gaf einnig frekari upplýsingar og myndir um „Electric Super Coupe“, en þetta kom fram á bílavefnum Torque Report.

Spectre-bíllinn sem við sjáum hér á myndinni er enn þakinn sömu felulitunum, eins og frumgerðirnar sem við sáum síðasta haust – að viðbættum óhreinindum eftir aksturinn, en það kom fram á vef Torque Report að við getum séð aðeins meira af hönnunarupplýsingum núna.
Að framan mun Spectre vera með skipt framljós með lítilli LED ræmu fyrir ofan.
Að aftan eru mjó, lóðrétt ljós. Rolls-Royce lítur á Spectre sem arftaka Phantom Coupe.

Spectre fær einnig sérstaka loftaflfræðilega hannaða útgáfu af „Spirit of Ecstasy“ húddskrautinu og bratta framrúðu sem gefur honum 0,26 viðnámsstuðul. Spectre mun fá 23 tommu felgur og er fyrsta gerð Rolls-Royce til að fá felgur af þeirri stærð síðan 1926.
Undir yfirborðinu mun Spectre byggjast á „Architecture of Luxury“ grunni vörumerkisins.
Rafhlaðan er sett í gólfið og hún virkar einnig sem 1.500 pund af „hljóðdempun“.

Nú þegar vetrarprófunum er lokið á Rolls-Royce Spectre enn eftir að klára 500.000 mílur af prófunum. Áætlað er að fyrstu afhendingar hefjist á fjórða ársfjórðungi 2023.
(Frétt á vef Torque Report)
Umræður um þessa grein