Rolls-Royce „fer varlega lengra í leit að algjörri fullkomnun“
Rolls-Royce Phantom uppfærður með endurgerðu grilli, felgum sem sækkja innblástur aftur til 1920 og sérsniðinni Phantom Platino útgáfu
Rolls-Royce hefur kynnt ýmsar uppfærslur fyrir Phantom-bílinn sem er sá best búni í framboði þeirra, sem gefur þessum ofurlúxusbíl létta endurbót.
Breytingarnar á Phantom, sem var kynntur árið 2017, eru allar sjónrænar án breytinga á vélbúnaði bílsins og aðaláherslan hefur verið á glæsilegan framenda.

Nú er einnig möguleiki nýju á grilli með dökkri umgjörð, þar sem liturinn nær áfram upp eftir vélarhlífinni og endar á dökkum ramma umhverfis framrúðuna (eins og sést vel á myndinni efst í greininni). Rolls-Royce segir að koma þessa valkosts á því sem fyrirtækið kallar Phantom Series II sé svar við óskum viðskiptavina.
Það er nú líka lína af fáguðu áli sem tengir sjónrænt tvö dagljós þvert yfir grillið (efst).


Annað felgusett nær samtímanum er einnig valkostur, aftur gert úr ryðfríu stáli en mótað með rúmfræðilegum þríhyrndum útskurði.
Fyrir utan þessar ytri breytingar sem miða að því, segir fyrirtækið, að gefa Phantom „nútímaútlit, sem endurspeglar ökumannsmiðaðan karakter,“ er mjög lítið annað nýtt á Series II sem er jú með aðeins þykkara stýri sem aðgreinir innréttinguna frá eldri gerðum.
Þeir viðskiptavinir sem vilja að nýi Phantom-bíllinn þeirra skeri sig aðeins meira úr hópnum eiga hins vegar möguleika á að snúa sér til sérsmíðadeildar fyrirtækisins, Rolls-Royce Bespoke.
Rolls-Royce Bespoke er sérsmíðadeild fyrirtækisins sem sérhæfir sig í einstökum, litlum og takmörkuðum verkefnum.



Forstjóri Rolls-Royce, Torsten Müller-Ötvös sagði: „Við erum mjög meðvituð um álit viðskiptavina okkar fyrir og ást þeirra á Phantom-bílunum sínum.
Þeim fannst ekki hægt að bæta bílinn; en þó við virðum þá skoðun náttúrulega, teljum við að það sé alltaf mögulegt, reyndar nauðsynlegt, að ganga varlega lengra í leit okkar að algjörri fullkomnun.
„Fíngerðar breytingarnar sem við höfum gert fyrir nýju Phantom Series II hafa allar verið vandlega ígrundaðar og vandlega útfærðar. Eins og Sir Henry Royce sagði sjálfur: „Litlir hlutir skapa fullkomnun, en fullkomnun er ekkert smámál.“
(grein á vef Sunday Times – myndir Rolls Royce)
Umræður um þessa grein