Facel Vega var óhefðbundinn franskur bíll! Með 383 Chrysler undir vélarhlífinni var þetta enginn kettlingur þótt hann malaði ljúft. Hann komst á milli staða og það nokkuð hratt ef enginn var fyrir. Fjöldi nafntogaðra karla og kvenna vildi eiga Facel Vega en bíllinn kostaði sitt.
Verðið á 1963 árgerðinni af Facel Vega (Facel II) er sagt hafa verið hærra en á Aston Martin DB4 og hátt í þrefalt verð Jaguar E-type. Sem hefur verið slatti!
Sem fyrr segir var þessi fransk-ameríski bíll eftirsóttur og vinsæll á meðal „spútnika“. Á meðal þeirra sem áttu Facel Vega má nefna Pablo Picasso, Frank Sinatra, Ringo Starr, Stirling Moss og Dean Martin. Svo einhverjir séu nefndir.
Hér er stutt en áhugavert myndband frá bílasýningunni „The Best of France and Italy“ í Woodley Park, Van Nuys í Kaliforníu. Þar koma fram aðeins ítarlegri tækniupplýsingar um þessa áhugaverðu bíla.
[Efsta myndin er af Dean Martin við bílinn sinn, Facel Vega HK500]
Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein