Rimac Nevera er mættur til leiks
Fyrir stundu var Króatíska raftækniundrið Rimac C Two nefndur eftir náttúruafli eða veðurfyrirbærinu Nevera.
Nevera er Króatískt heiti á stormi sem kemur gjarnan fyrirvaralaust frá Adríahafi (partur af Miðjarðarhafi) en fyrir utan mikinn vind fylgja storminum mikið regn og eldingar.
En þó það hafi ekki verið meiningin þá rímar þetta ágætlega við New Era sem þýðir nýtt tímabil á ensku.
Bíllinn er hannaður frá grunni það er ekki eitt einasta stykki í honum sem má finna í neinum öðrum bíl.
Það verða smíðuð 140 eintök sem eru öll þegar seld og smíðin hefst í júlí. Líklega verða fleiri smíðaðir seinna mögulega í uppfærðri útgáfu.
En tilgangurinn með smíði Nevera er að Mate Rimac langaði að smíða sinn eigin sportbíl og að hátæknifyrirtækið (kalla sig ekki bílaframleiðanda) Rimac Automobili kynnir tæknigetu sína í bílnum sem viðskiptavinir þeirra geta keypt og sett í sína bíla.
Hér koma áhugaverðar tölur
Hámarkshraði 412 km/klst
0-100 km/klst 1,92 sekúndur
0-300 km/klst 9,3 sekúndur
¼ míla 8,95 sekúndur (óopinber tími á rykfallinni flugbraut á bíl sem var líklega ekki eins aflmikill og lokaútgáfan)
Afl 1,4MW eða 1.914 hestöfl
Tog frá 0 til 6.500 sn/mín er 2.360 Nm
Drægni 550 km WLPT
Þó þetta sé ofursportbíll og sé fljótur að ná kolólegum hraða þá er hann hannaður með það í huga að hann hafi góða aksturseiginleika og sé þægilegur í akstri.
Það er ekkert sem mælir á móti því að nota hann sem snattbíl. En vegakerfi með mikið af hraðahindrunum er ekki gott fyrir sportbíla þar með talið Nevera.
Hér kemur kynningarmyndbandið. Það er hlaðið af upplýsingum um bílinn.
Hér annað myndband sem er einskonar sölumyndband en eins og áður sagði eru allir bílarnir seldir. En gott myndband samt.
Ef einhver kaupir bílinn á Íslandi þá er ég opinn fyrir þeim möguleika að fá að sitja í bílnum og fara á rúntinn.
En að lokum er gaman að nefna það að nevera þýðir ísskápur á spænsku en ég ætla ekkert að segja Mate Rimac frá því.
Mynd: Autoexpress.
Umræður um þessa grein