Ríka fólkið neyðist til að kaupa notaða eðalbíla
- Lítið framboð á bílum neyðir auðmenn til að kaupa notaða Rolls-Royce eða Bentley
- Langur biðtími eftir nýjum ökutækjum eykur eftirspurn eftir notuðum lúxusbílum
Covid-19, skortur á örflögum og hálfleiðurum hafa orðið til þess að hægt hefur á bílaframleiðslu víða um heim.
Þetta hefur einnig komið illa við framleiðendur eðalbíla jafnt og annarra bíla, en einnig hefur eftirspurn eftir lúxusbílum aukist mjög vegna þess að kaupendur þeirra hafa ekkert annað við tímann að gera en að aka um í fína bílnum sínum vegna þess að uppákomur og samkomuhald hefur minnkað vegna krórónaveirunnar.
Og núna er svo komið að þeir sem ætla að kaupa sér nýjan flottan bíl verða bara að bíða. Þeir verða að sætta sig við eitthvað sem er ekki alveg glænýtt nema þeir séu tilbúnir að bíða; Rolls-Royce pöntunarbækurnar eru þegar fullar næsta hálfa árið.
Tveggja og þriggja stafa hækkun notaðs bílaverðs á fjöldamarkaði er vel skjalfest. Í júní hækkaði meðalverð notaðra bíla tæplega 30 prósent frá því í fyrra, að sögn Edmunds.com.
Hækkunin nam meira en þriðjungi hækkunar vísitölu neysluverðs, sem í síðasta mánuði hækkaði mest í 13 ár.

Kaupa fleiri notaða Rolls Roce
Meira en nokkru sinni fyrr velja meðlimir Rolls-Royce elítunnar að kaupa sér bíla úr séstöku „Provenance“-kerfi fyrirtækisins – sem heldur sérstaklega um notaða bíla frá fyrirtækinu.
„Það var áður að einn af hverjum þremur bílum sem við seldum voru úr „Provenance-kerfinu“, sagði Gerry Spahn, yfirmaður samskipta hjá Rolls-Royce Norður-Ameríku, á hádegisverðarfundi sem haldinn var fyrir fréttamenn til að sýna nýju bílana. „Nú, það er nær 75 prósentum“.
Rolls-Royce er ekki eina hágæða vörumerkið sem upplifir verulega aukningu í bílaviðskiptum með notaða bíla.
Hjá Bentley jókst salan um 150 prósent frá janúar til maí. Vottuð sala á McLaren jókst aðeins um 2 prósent frá árinu 2020, sem er metár, en verðið sem ofurbílar eru að seljast á sem notaðir er hærra en þegar bíllinn var nýr.
„McLaren 765LT eru að seljast á markaði fyrri notaða bíla á sllt að 40 prósent hærra verði en á nýjum bílum, sem er yfirþyrmandi,“ segir Nic Brown, starfandi stjórnarformaður McLaren Norður-Ameríku.
En heimsfaraldurinn hefur fært ríkum neytendum umfram tíma og peninga – auk þess að sprauta þá með heilbrigðum skammti af „þú lifir aðeins einu sinni“ orku – margir aðdáendur lúxusbíla eru fúsir til að fá eitthvað sem er skemmtilegt að keyra eins hratt og mögulegt er . Jafnvel þó það þýði að bíllinn sé aðeins nýr fyrir þá.

Að kaupa verðmæti
Vottun á áður notuðum bílum er ekkert nýtt, jafnvel í viðskiptum með lúxusbíla. Þegar 345.000 dollara Rolls-Royce Wraith lækkar um 20 prósent á sömu mínútu og bílnum er ekið út úr sýningarsalnum og tapar 40 prósentum af verðmæti sínu eftir fimm ára eignarhald.
Þá er hægt að kaupa til dæmis tveggja ára Rolls-Royce úr kerfi hjá traustum upprunalegum framleiðanda getur sparað töluverða peninga þegar kemur að verðgildi.
Slík kerfi bjóða upp á skoðunaráætlanir með mörgum atriðum og sérstakar ábyrgðir sem tryggja gæði og viðhald lítið notuðu bílanna sem þeir bjóða.
Hjá Ferrari inniheldur „Ferrari vottunin 101 punkta skoðun Ferrari tæknimanna til að sannreyna uppruna og viðhaldssögu bílsins og til að sannreyna að rafkerfi hans, yfirbygging og innrétting uppfylli öll staðla fyrirtækisins.
Ferrari vottun tryggir 24 mánaða vegaaðstoð frá Ferrari og ábyrgð Ferrari – og lýkur með reynsluakstri tæknimanns frá verksmiðjunni áður en bíllinn er endurseldur.
Í Bentley fá bílar í vottuðu kerfi 79 punkta tæknilega skoðun og 12 mánaða ábyrgð með ótakmörkuðum akstri, þar með talin vegaaðstoð og aðstoð komi til rofs á ferðalaginu.
Kerfinu er ætlað að virka sem leynivopn til að laða að kaupendur á aldrinum 35- til 54 ára að notuðum bílum, segir Michael Rice, svæðisstjóri Bentley og fyrrverandi framkvæmdastjóri kerfis notaðar bíla hjá fyrirtækinu.
Aukning í sölu notaðra bíla
Frá árinu 2016 jókst salan hjá Bentley í hluta notaðar bíla um 53 prósent en heildarhlutinn aðeins um 18 prósent. Hagnaðurinn er meiri en á nýjum bíl frá Bentley, sem var 34 prósent á sama tímabili.
„Fyrir marga viðskiptavini er það að kaupa notaðan Bentley þeirra fyrsta aðkoma að Bentley vörumerkinu og margir munu verða viðskiptavinir áfram, “segir Rice. “Verulegur fjöldi þessara viðskiptavina mun að lokum kaupa nýjan Bentley“.
Augnabliksánægja
Hálfleiðaraskortur sem leiddi til lágs birgðastigs hjá fjöldaframleiðendum hefur ekki haft eins mikil áhrif á framleiðendur eðalbíla eins og mikla eftirspurn meðal ríkra eftir gæðavöru sem hægt er að fá núna.
Í maí-viðtali við Bloomberg sagði Torsten Muller-Otvos forstjóri Rolls-Royce að vörumerkið „hefði alls ekki orðið fyrir áhrifum“ af skortinum.
Með meiri tíma og peninga undir höndum eftir að dýrum ferðum og félagslegum uppákomum var frestað meðan á heimsfaraldrinum stóð, segja bílaframleiðendur, að eftirspurn efnaðra neytenda til að eiga hlutina núna er ofar því sem áður var aðalatriðið: að láta sérsníða þá.
70 prósent allra Rolls Royce enn í akstri
„Það er örugglega sterkari tilfinning fyrir:„ Ég vil þetta núna“, sagði Spahn hjá Rolls-Royce og benti á að allt að 70 prósent allra Rolls-Royce ökutækja sem nokkru sinni voru smíðuð séu enn í gangi á vegunum í dag.

„Fyrir marga viðskiptavini okkar er Provenance-kerfið sem sannar uppruna bílsins skynsamlegt“.
Ef þú verður að vera með nýjan bíl eru leiðir til að hoppa inn í pöntunarröðina og þær varða ekki endilega peninga. Jafnvel í hádeginu þegar Glenn Moss var að kvarta yfir væntanlegum biðtíma eftir Cullinan, hallaði Martin Fritsches, stjórnarformaður og forstjóri Rolls-Royce Motor Cars Americas, sér að honum – „Ekki hafa áhyggjur, við getum talað,“ sagði hann og brosti. „Þú ert í fjölskyldunni núna.“
(Bloomberg – Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein