Opel Manta Gse rafmagns: Retró og framúrstefnulegur
- Rafmagnaður Opel Manta Coupe
- Retro-stíllinn heldur sér í rafmögnuðum sportara
- Beinskiptur og grillið eins og tölvuskjár
Opel hefur kynnt rafmagnaða retró útgáfu af hinum þekkilega Opel Manta sem vakti athygli á áttunda áratugnum. Bílinn er tileinkaður 50 ára afmæli Opel kúpubaksins sem kynntur var uppúr 1970.
Þetta gerir fyrirtækið til að vekja athygli á vaxandi styrk þess í rafvæðingu framleiðslunnar.
Já, hann er dálítið villtur þessi!
Það má eiginlega segja að hönnun bílsins sé það eina upprunalega, hann lítur út eins og upphaflegi Opel Manta en hefur fengið sitt lítið af hverju af 21. aldar tækni á fimmtíu ára afmælinu.
Þar má helst nefna „Vizor“ grillið sem nýr Opel Mokka státar af og er hluti af hinu nýja útliti Opel sem innleitt verður í framtíðar bíla fyrirtækisins.
Nema á Manta sportaranum er það í formi tölvuskjás í toppupplausn þar sem þú getur birt (hallærisleg) skilaboð eins og „I am zero e-missioner“.
Önnur útlitsatriði eru til dæmis LED ljós, öskrandi lime græn-gulur litur með svörtu grilli og afturhluta – sem er í raun upprunalegt útlit Manta GTE. Og nýjar felgur sem hefðu tekið sig all sæmilega út á einhverri af VXR gerðum Opel.
Að innan hefur Opel brúkað sætin úr gamla Adam S og sett nýja „Pure Panel“ mælaborðið úr Mokka inn í gamla mælaborð Möntunnar.
Þeir sögðu að hann væri rafmagns?
Algjörlega. Opel hefur hent út fjögurra sílindra vélinni úr upprunalega bílnum og sett í staðinn 100% rafmagnaða drifrás. Um er að ræða einn mótor sem gefur 145 hestöfl og togar 225 Nm. Orkan kemur úr 31 kwst. Rafhlöðu.
Þeir segja að hann eigi að komast um 200 km. Reyndar er það ansi lítið en svipað og til dæmis Honda e fer á hleðslunni.
Það athyglisverða við þetta allt saman er fjögurra gíra beinskipting bílsins. Opel segir að hægt sé að aka bílnum sem slíkum en fjórði gírinn er fyrir sjálfskiptan akstur – eins og um hefðbundinn rafbíl sé að ræða.
Langar þig í einn svona?
Já, ekki spurning. En það verður ekki hægt. Þessi verður bara til í einu eintaki – sem er synd í raun því hann hlýtur að vera ein af þeim tímafrekustu retró/nýbylgju samsuðum sem nokkur bílaframleiðandi hefur lagt út í.
Umræður um þessa grein