Þegar Range Rover Land Rover ákvað að setja Evoque á markað var hugmyndin að hann höfðaði til yngri hluta markaðarins og sem borgarbíll.
Fyrirtækið hafði tekið eftir vaxandi eftirspurn fyrir minni, sparneytnari jeppum sem enn gáfu lúxus upplifun og hefðu torfærugetu stærri gerðanna.
Fyrir yngri hluta markaðarins
Range Rover Evoque var hannaður til að mæta þessum þörfum. Eins og flestir vita með sléttri og sportlegri hönnun, minni bíl og aukinni sparneytni.
Þá kom Evoque einnig með háþróaðum tækneiginleikum eins og skynvæddu fjórhjóladrifi og nýstárlegu upplýsinga- og afþreyingarkerfi sem höfðaði til tæknivæddra ungra notenda.
Með þessu ætluðu framleiðendur Range Rover Evoque að stækka vöruframboð sitt og laða um leið nýja viðskiptavini, ekki þá sem íhugðu kaup á Rang Rover áður.
Og þeir ætluðu sér að ná í þennan yngri hóp kaupenda með því að viðhalda lúxus- og torfærugetu sem hafði verið samheiti fyrir vörumerkið.
Hver hannaði Range Rover Evouque
Range Rover Evoque var hannaður af teymi undir forystu hönnunarstjóra Land Rover, Gerry McGovern.
Í teyminu voru ytri hönnuðurinn Julian Thomson, David Saddton og tæknistjórinn Murray Dietsch.
Hönnunarferlið hófst árið 2008 og fyrsti hugmyndabíllinn var kynntur á alþjóðlegu bílasýningunni í Norður-Ameríku í Detroit árið 2008.
Framleiðsluútgáfan af Evoque var síðan sett á markað árið 2011. Hönnun Evoque var talsvert frábrugðin fyrri Range Rover gerðum, með nútímalegri og sléttari ytri hönnun og flottri lúxus innréttingu.
Það er skemmst frá því að segja að bíllinn sló í gegn og hefur Evoque unnið til fjölda verðlauna fyrir hönnun og nýsköpun.
Victoria Beckham kom að hönnun sérútgáfu
Victoria Beckham vann með Range Rover til að hanna sérstaka útgáfu af Range Rover Evoque, sem var kynnt á bílasýningunni í Peking árið 2012.
Victoria Beckham útgáfan af Evoque var samsett af ákveðnu litaspjaldi. Þú gast pantað þér bíl með sérstökum lit og áferð með dassi af hugmyndum frá Victoriu sjálfri.
Þar á meðal töskusetti úr leðri sem fylgdi bílnum.
Beckham vann náið með Land Rover hönnunarteyminu við hönnun ökutækisins. Bíllinn var framleiddur takmörkuðu upplagi en Victoria hefur lýst því yfir að hún hafi verið innblásin af tísku- og lúxusmerkja iðnaðinum í hönnunarferlinu.
Victoria Beckham útgáfan af Range Rover Evoque var aðeins framleidd í takmörkuðu magni enn um 200 bílar voru framleiddir og seldust strax upp. Samstarfið var talið skólabókardæmi um tengingu tískuiðnaðarins og bílahönnunar.
Myndir: Héðan og þaðan af vefnum.
Umræður um þessa grein