- Kerfið er sagt bæta drægni rafbíla og lækka jafnframt viðhaldskostnað.
Rafeindastýring stýrisbúnaðar og gírskiptingar („steer-by-wire“ og „shift-by-wire”) eru kerfi, sem stjórna stýri og gírskiptingu með rafeindatækni í stað þess að nota vélrænan búnað og vökvabúnað, hafa orðið sífellt vinsælli á undanförnum árum, sérstaklega með tilkomu hugbúnaðarskilgreindra ökutækja (SDV) og rafknúinna ökutækja.
Við gætum líka fljótlega bætt hemlatækni við listann yfir rafeindastýrðar ökutækjaaðgerðir ef bílavarahlutir og tæknibirgir ZF sannfæra framleiðendur íhluta í bíla (OEM) um að taka það upp. Fyrirtækið hefur kynnt nýtt hreint raf-vélrænt hemlakerfi sem útilokar þörfina fyrir hemlavökva.
Rafeindastýrt hemlakerfi frá ZF Group í prófunum á BYD Han rafbíl.
„Þurrt“ hemlakerfi sem stjórnað er af rafeindatækni lágmarkar á áhrifaríkan hátt eftirstöðvar togs, dregur úr losun agna vegna slits á bremsum og sparar orku og eykur þar með drægni rafbíls. Fyrir utan umhverfislega kosti leggur ZF áherslu á kostnaðarhagkvæmni.
Í stað þess að nota þrýsting vökva í vökvakerfi notar hemlakerfi ZF rafmótor til að búa til hemlunarkraft við hvert hjól. Merki um hemlun frá fótstigi til rafmótorsins berast eingöngu með rafstraum og þess vegna er það kallað „þurrt hemlakerfi“.
Nýja hemlakerfi, sem var þróað fyrir heimsmarkaðinn á rannsóknarstofum ZF í Kína, Bandaríkjunum og Þýskalandi, sem kynnt var á næsta kynslóðar hreyfanleikadegi fyrirtækisins í Shanghai, miðar fyrst og fremst að hugbúnaðarskilgreindum ökutækjum (SDV) og rafknúnum ökutækjum.
Þurrt hemlakerfi ZF Group.
ZF segir að þessi tegund af hemlakerfi hafi enn fleiri kosti á SDV og EV, sem opni nýtt frelsi í hönnun og þróun.
„Hreint rafstýrt hemlakerfi okkar er mikilvæg viðbót við safn okkar af nettengdum undirvagnskerfum“, sagði Dr. Holger Klein, forstjóri ZF Group. „Með slíkum kerfum erum við að opna dyrnar að nýju tímabili ökutækjastjórnunar.
Svo hverjir eru kostir þess að nota þetta kerfi í stað hefðbundins?
ZF heldur því fram að nýja hemlakerfið geri styttri hemlunarvegalengdir, betri endurheimtu hemlunarorku og lægri viðhaldskostnað.
Til dæmis, við sjálfvirka neyðarhemlun, getur hemlunarvegalengdin frá 100 km/klst verið allt að 9 metrum styttri en með hefðbundnu hemlakerfi. Annar stór kostur er að rafbílar geta endurheimt hemlunarorku á skilvirkari hátt með því að nota þurrt hemlakerfi og geta því náð 17 prósent meiri drægni við endurnýjunarhemlun.
„Í samanburði við hefðbundið bremsukerfi getur kerfið okkar aukið drægni allt að 17% samkvæmt WLTP staðli,“ sagði talsmaður ZF við InsideEVs.
Notkun slíks hemlakerfis leiðir einnig til næstum núlls eftirstöðva togs sem myndast með hefðbundnum bremsukerfum, þar sem lágmarkssnerting er á milli bremsuklossanna og bremsudiskana. Minni viðnám í akstri leiðir einnig til orkusparnaðar, aukið drægni.
Þurrt hemlakerrfii ZF Group – hér er sýndur búnaður við hjól.
Það eru líka minni umhverfisáhrif þessarar tækni þar sem hún veldur minni losun agna vegna slits á hemlum.
Frá sjónarhóli framleiðslu eru kostir þess að nota svona hemla lægri samsetningar- og flutningskostnaður, þar sem færri hlutar eru til að setja saman. Hvað viðhald varðar þarf viðskiptavinurinn augljóslega ekki lengur að skipta um hemlavökva, sem dregur úr þeirri þjónustu sem þarf.
Fyrir þá ykkar sem hafa áhyggjur af því að það að sleppa vökvakerfinu hafi áhrif á hemlunartilfinningu, heldur ZF því fram að ökumaðurinn finni ekki fyrir breytingum með þurra hermlakerfið samanborið við vökvahemluna.
Athyglisvert er að ein af myndunum sem fylgja fréttatilkynningunni sýnir BYD Han rafbíl sem virðist búinn þurru bremsukerfi ZF. ZF er einn af helstu varahlutabirgjum BYD, en það þarf ekki að þýða að framleiddur BYD bíll með þurrum hemlum fari í framleiðslu í framtíðinni.
„BYD Han er eitt af farartækjum okkar (af mismunandi framleiðendum) sem við útbúum með ZF þurrhemlum með rafeindatækni til að sýna fram á hæfileika hemlakerfisins okkar – þ.e.a.s. það er ekki yfirlýsing um að BYD muni útbúa framtíðarbíla sína með okkar tækni,“ sagði talsmaður ZF við vef Insideevs.
Núna er það spurningi, mun þessi tækni komast í framleiðslu og hefur hún möguleika á að gera vökvahemlakerfi úrelt?
Uppfærsla þriðjudaginn, 14. nóvember, 11:10: Þessi færsla hefur verið uppfærð með yfirlýsingum frá talsmanni ZF varðandi aukningu á drægni rafbíls í boði með þurrhemla-kerfinu og BYD Han sem er á myndinni hér að ofan.
(frétt á vef INSIDEEVs)
Umræður um þessa grein