Það er ekki úr vegi að skoða aðeins flota rafmagns löggubíla úr því að lögreglan á Íslandi er að fá rafbyssur í sína þjónustu.
Lögregluumdæmi víða um heim eru farin að nota rafbíla í flota sína. Þeir eru hagkvæmir í rekstri og losa minna af CO2 við notkun.
Tesla Model 3 er einn sá vinsælasti í lögregluliðum, sérstaklega í Bandaríkjunum. Enn eru menn með smá áhyggjur af drægni og það er alveg skiljanlegt enda innviðir mislangt á veg komnir fyrir þessa tiltölulega nýju tækni.
Lögreglan í Bandaríkjunum hefur valið Tesla Model 3 í sína þjónustu ásamt Ford Mustang Mach E bílunum. Eftir að Model Y kom hafa þeir einnig verið teknir í þjónustu lögreglu þar ytra.
Í Bretlandi og Þýskalandi hefur lögreglan notað Hyundai Kona, Nissan Leaf og smábílinn i- MiEV frá Mitsubishi í þjónustu sinni í talsverðan tíma.
Á Spáni og í Portúgal hafa sést Renault Zoe bílar sem löggubílar.
Lögreglan í Skotlandi er með BMW IX í sínum flota og í Þýskalandi hafa menn teiknað upp seríu af Skoda Enyaq í neyðarþjónustu fyrir slökkvilið, lögreglu og lækna. Þar má einnig sjá ansi flotta hugmynd að ID Buzz neyðarþjónustubíl sem er notaður af undanförum á slysstaði.
Í samantekt okkar má sjá nýjan Ford F150 Lightning í löggubúningi og í Bretlandi eru löggan að nota kraftmikinn Polestar í hraðbrautarlöggunni.
Bretarnir nota flestar gerðir eða Mustang, Polestar, KIA EV6, BMW i3, Tesla Model 3 og Nissan Leaf.
Þýska og Ástralska löggan eru báðir að nota Ioniq 5 í sinni þjónustu. Þá má einnig sjá bíla frá VW í löggubúningi í Þýskalandi og Portúgal. Bæði ID.3 og ID.4
Nú bíðum við bara eftir að lögreglan á Íslandi velji sér sína gerð rafbíla til notkunar í störfum sínum.
Umræður um þessa grein