Rafmagns Tiguan frá VW mun fá aðra hönnun en ID-gerðirnar
Hönnun rafmagns Tiguan mun vera nátengd bílum VW með brunavél
Samkvæmt því sem Frank Johannsen hjá þýska bílavefnum Automobilwoche skrifar þá mun Volkswagen láta alrafmagnaða útgáfu af Tiguan jeppanum fá aðra hönnun en VW gerir með ID-línu rafbílanna sinna.
Hinn rafknúni Tiguan verður ekki einfaldlega rafbíll með yfirbyggingu Tiguan brunavélargerðarinnar, sögðu heimildarmenn frá fyrirtækinu við Automobilwoche sem er systurútgáfa Automotive News Europe.
En bíllinn mun heldur ekki vera með dæmigerða hönnun VW ID.
Sjónrænt mun hann vera nátengdur brunavélabílum VW til að höfða til viðskiptavina sem líkar ekki hönnun ID-gerðanna.
Rafmagns Tiguan, sem kalla mætti ID Tiguan, verður byggður á þriðju kynslóð Tiguan sem kemur á markað á þessu ári.
Nýr yfirhönnuður VW, Andreas Mindt, sem flutti sig yfir til VW frá Bentley vörumerkinu sem einnig er innan VW Group þann 1. febrúar mun sjá um innleiðingu hönnunarinnar.
Rafknúinn Tiguan verður fyrsta VW gerðin sem notar frekari þróun á MEB rafknúnum grunni bílaframleiðandans sem kallast MEB+, sem mun gera meiri hleðsluhraða og lengri drægni mögulega.
Rafmagns Tiguan verður smíðaður verksmiðju bílaframleiðandans í Wolfsburg frá og með 2026, sagði Daniela Cavallo, yfirmaður starfsmannamála, á fundi starfsmanna á fimmtudag.
Yfir 10.000 starfsmenn sóttu fundinn. Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, var einnig viðstaddur, fyrsta heimsókn þýska kanslara til VW í 15 ár.
Cavallo sagði að framleiðsla á rafmagns Tiguan muni hjálpa til við að fylla getu í Wolfsburg eftir að fyrirhuguðu Trinity rafmagns flaggskipi VW var frestað til loka áratugarins.
Trinity bílnum hefur verið seinkað vegna þess að ný háþróuð hugbúnaðarskilgreind SSP hönnun verður ekki tilbúinn í tæka tíð.
VW er einnig að bæta við framleiðslu á ID3 rafknúna hlaðbaknum sínum í Wolfsburg á þessu ári.
Bíllinn verður einnig áfram smíðaður í Zwickau verksmiðju VW í Þýskalandi.
(frétt á vef Automotive News Europe)
Umræður um þessa grein