Rafdrifinn RAM væntanlegur 2024
Á dögunum hélt Stellantis sérstakan „rafbíladag“ og þar mátti víst sjá ýmislegt sem væri í vændum frá þeim í framtíðinni. Þar á meðal var forkynning á rafmagns Ram 1500, sem mun keppa við Ford F-150 Lightning og væntanlegan rafknúinn Chevy Silverado.
Ram 1500 EV, eða rafbíllinn, er væntanlegur í framleiðslu árið 2024. Kynningarljósmyndin sýnir að rafmagns Ram 1500 mun ekki líkjast núverandi Ram 1500.
Hægt er að sjá ljósarönd að framan í fullri breidd og stuttan pall. Bíllinn lítur líka út fyrir að vera með mýkri línur en núverandi pallbíll.
Þar með vitum við ekki mikið af smáatriðum um þennan nýja rafdrifna Ram 1500 EV, en bíllinn er sagður vera byggður á nýja STLA Frame grunninum, sem verður með akstursdrægni allt að 500 mílur eða um 800 km á rafmagninu.
(frétt á TORQUE REPORT)
Umræður um þessa grein