Rafdrifinn Porsche Boxter myndaður
Porsche staðfesti fyrir heiminum fyrr á þessu ári að 718 Boxster og Cayman séu að verða rafknúnir um miðjan þennan áratug.
Í dag birtust „njósnamyndir“ af frumgerð rafmagns Boxster í fyrsta sinn á bílavefsíðum, sem sanna tilvist þessa væntanlega rafbíls.
Ljósmyndararnir segja að þeir hafi náð myndunum af rafknúnum Boxster á prófunarbraut og tiltekinn prófunarbíll sem tekinn var virðist vera tiltölulega snemmbúin frumgerð.
Það er ekki hægt að ekki annað að sjá en að þetta sé bara rafknúinn Boxster, en smáatriðin eru samt alveg hjúpuð villandi felulitum.
Hjólhaf hans og heildarlengd líta nú þegar út fyrir að vera stærri en núverandi kynslóð bílsins.
Það gæti vel verið í viðleitni til að koma nógu stórum rafhlöðupakka í bílinn.
Þrátt fyrir útlitið gæti verið einhver blekking í gangi hér í formi tilbúinna framlenginga, sem hylja hið raunverulega form og hönnun fram- og afturstuðara.
Miðað við Boxster líta bæði fram- og afturframlengingar óeðlilega langar.
(vefsíður Auto Express og Autoblog)
Umræður um þessa grein