Rafdrifið fjallahjól frá Quietkat, sem er framleitt í samvinnu við Jeep.
Já, það er í dag hægt að „hjóla“ á Jeep!
Jalopnik vefurinn sýndi okkur nýjasta farartækið frá Jeep og „það er til fyrsti Jeep fyrir alla“ skrifar höfundurinn Owen Bellwood, og birtir með mynd af rafdrifnu fjallahjóli frá Quietkat, sem er framleitt í samvinnu við Jeep.
Við skulum byrja á því að tala um hvað þetta hjól er í raun og veru. Þetta er e-MTB sem er framleitt í samvinnu Jeep og Quietkat í Colorado í Bandaríkjunum.
Full fjaðrandfi hjólið er með níu gíra Sram uppsetningu, Tektro fjögurra stimpla vökvadiskabremsum og par af breiðum 26 tommu dekkjum að framan og aftan.
Þar sem þetta er rafreiðhjól kemur það einnig með 14,5 AH rafhlöðu, sem hefur verið parað við miðjudrifsmótor.
Jeep rafreiðhjólið er fáanlegt með 750 W eða 1.000 W mótor og þetta kom með stærri aflgjafa.
Jalopnik birti einnig mynd af Jeep rafhjóli í snjónum, en höfundurinn sagðist ekki get lofað því að segja nánar um ´það hvernig það virkaði í snjónum. Mynd: Quietkat
Þessi rafhlaða og mótor gefur ökumönnum allt að 70 km drægni, segir Quietkat, og hámarkshraða allt að 32 km/klst með mótorinn í gangi.
Núna er bara ð bíða og sjá hvort Ísband í Mosfellsbænum, umboðsaðili Jeep á Íslandi fer að bjóða upp á þetta hjól fyrir íslenska vegi og vegleysur.
(byggt á frétt á vef Jalopnik)
Umræður um þessa grein