Rafbíllinn smart#1 frumsýndur á Íslandi
Bílaumboðið Askja bauð til forsýningar á nýjum bíl í gær í Grósku: smart #1.
Það var vel við hæfi að hafa þessa frumsýningu á nýjum rafbíl í þessu húsi, því Gróska hugmyndahús er suðupottur nýsköpunar á Íslandi.
Í Grósku býr öflugt samfélag þar sem höfuðáhersla er á aðstæður til samskipta og tengsla, hvort sem það er innan hússins eða við fræðasamfélag háskólasvæðisins.
Hvað einkennir smart #1?
Fyrst og fremst nýstárleg hönnun
smart #1 kemur úr hönnunarsmiðju Mercedes-Benz og tekur hefðbundna smábílahönnun og „smart-væðir“ – eða kannski betra að segja „snjallvæðir“ – hana hana með góðum búnaði og mögnuðum tækninýjungum.
Má sérstaklega nefna nýstárleg smáatriði eins og LED ljósastiku að framan og aftan með taktfastri ljósasýningu, umlykjandi ljós í fótarými og nýþróuðu UI/UX samskiptakerfi með gervigreind.
smart #1 er snjall fjórhjóladrifinn borgarjepplingur sem er mjög rúmgóður að innan og með mikla veghæð.
Margir muna eftir fyrstu „smart-bílunum“: litlir tveggja dyra / tveggja sæta borgarbílar, sem voru svo stuttir að það var hægt að leggja þeim „þversum“ í bílastæði!
Aðdáendur þessa útlits smart frá gamla tímanum verða fyrir vonbrigðum að sjá að nýi #1 er mun hefðbundnari í útliti. Þetta er „snjall“ sportjepplingur í meðalstærð.
Hlaðinn nýjustu tækni
smart #1 er hlaðinn nýjustu tækni, með öflugu miðlægu tölvukerfi sem gerir ökumanni kleift að uppfæra hugbúnað bílsins þráðlaust í gegnum ský. Hægt verður að læsa og ræsa bílinn með snjallsímanum og vera í stöðugu sambandi.
Hljómgæði verða í fremsta flokki með hágæða hljóðkerfi frá BEATS og svo má ekki gleyma að nefna stóran 12,8“ margmiðlunarskjá í mælaborði með einstaklingsbundnu notendaviðmóti.
Einstaklega rúmgóður
Þægindi var eitt af lykilatriðum þegar kom að hönnun á smart #1 og þrátt fyrir fíngerða hönnun þá er hann einkar rúmgóður.
Ein ástæða þess er að staðsetning hjólabúnaðar skapar meira pláss og aukin þægindi fyrir farþega.
Mikið af öryggisbúnaði
smart #1 verður í fremsta flokki hvað snýr að öryggisbúnaði m.a. með fjarstýrðri bílastæðaaðstoð, þverumferðavara, veglínufylgd og akreinaaðstoð svo eitthvað sé nefnt.
Umræður um þessa grein