Rafbíladagar Opel
Rafbílasýning Opel að Bíldshöfða 8 laugardaginn 18. febrúar
Nú í febrúar efnir Brimborg til rafbíladaga Opel og af því tilefni verður Opel rafbílasýning laugardaginn 18. febrúar í Opel salnum að Bíldshöfða 8, Reykjavík.
Brimborg býður alla velkomna til að kynnast þýskum gæðum í 100% rafbílum og fá spurningum sínum um rafbíla svarað.
Brimborg býður úrval rafmagnaðra Opel fólks- og sendibíla með 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.
Opel rafbílarnir bjóða uppá framúrskarandi drægni, góðan hleðsluhraða, fjarstýrða forhitun og ríkulegan búnað.
Rafbílaúrvalið frá Opel hljóðar meðal annars upp á 100% rafmagnsfólksbílana, Opel Corsa-e og Opel Mokka-e, ásamt rafsendibílunum Opel Combo-e og Opel Vivaro-e sem voru vinsælustu rafmagnssendibílarnir á Íslandi á síðasta ári.
Opel er þýskt gæða bílamerki sem vert er að kynna sér. Bílaframleiðandinn leggur einbeitta áherslu á þróun rafmagnaðra bíla með djarfri, stílhreinni, samtímahönnun.
Með rafmögnuðum áherslum stefnir Opel bílamerkið að því að vera í fararbroddi í orkuskiptum á Íslandi.
„Við fengum Opel umboðið til Brimborgar á síðasta ári og teljum Opel rafbíla eiga heilmikið erindi á íslenska rafbílamarkaðinn.
Framúrskarandi þjónusta og ráðgjöf, víðtæk ábyrgð og traust bílaumboð er lykilþáttur við kaup á rafbíl sem er stór fjárfesting fyrir flesta.
Við hlökkum til að kynna merkið betur fyrir landsmönnum nú þegar framleiðsla er að færast í eðlilegra horf á bílamarkaði eftir heimsfaraldur og bjóðum því nú til sýningar.
Opel rafbílar og rafmagnssendibílar eru með víðtækri ábyrgð í samræmi við kjörorð Brimborgar – öruggur staður til að vera á“, segir Brimborg.
SPENNANDI TILBOÐ Á RAFBÍLADÖGUM
Á rafbíladögum Opel verða tilboð á völdum rafmögnuðum bílum og á búnaði tengdum rafbílum svo sem á hleðslustöðvum og hleðsluköplum.
Hægt er að skoða allar tegundir Opel rafbíla á tilboði í Vefsýningarsal nýrra bíla hjá Brimborg nyirbilar.brimborg.is
(fréttatilkynning frá Brimborg)
Umræður um þessa grein