Pútín forseti Rússlands kynnir nýjan eðalvagn
- Rússland byrjar að framleiða Aurus Senat – lúxusfólksbíl sem kostar tæpar 30 milljónir króna
- Búist er við að mjög takmarkaður fjöldi verði smíðaður
MOSKVA – Samkvæmt frétt frá fréttaveitu Reuters hafa Rússar hafið framleiðslu á Aurus Senat lúxusbifreið sem kynnt var af Vladimir Pútín forseta.
Rússland kynnti áætlanir um Aurus bílalínuna árið 2013. Pútín hjálpaði til við að kynna þessa gerð eðalvagna með því að keyra bílinn við embættistöku sína sem forseti 2018 á nýju sex ára kjörtímabili.
Takmarkaður fjöldi
Ekki er líklegt að framleiðsla fólksbifreiðar muni hafa veruleg áhrif á bílaiðnað Rússlands á næstunni. Iðnaðarráðherrann Denis Manturov sagði að 200-300 bílar yrðu framleiddir á þessu ári, segir í dagblaðinu Vedomosti.
Bíllinn, sem er álitinn virðingarverkefni fyrir Kreml, með helstu tiltækum eiginleikum mun kosta 18 milljónir rúblur (eða tæplega 30 milljónir króna).
Rússland hefur einnig verið að reyna að draga úr því að vera háðir innfluttum vörum og tækni, nokkuð sem hefur aukist eftir að stjórnvöld í Moskvu urðu fyrir refsiaðgerðum Vesturlanda árið 2014.
(Reuters – Autoblog)
Umræður um þessa grein