Lokahnykkur þríleiks Porsche í New York
Porsche Taycan leynigestur á síðastu Formúlu E keppninni
Stuttgart/New York. Porsche sækir stóra eplið heim: í tengslum við lokakeppni ABB FIA Formúlu E mótaraðarinnar í New York, sýndi Tarcan hvers hann er megnugur með því að keyra nokkra hraða hringi á kappaksturbraut. “Í Formúlu E hefur það hversu vel bíllinn hleður sig á keyrslu mikið að segja um gengi í keppni. Í fjöldaframleiddum bíl hefur það einnig mjög mikið að segja um aukningu drægni” útskýrir keppnisökuþór Porsche, Neel Jani, sem keyrði Taycan í New York. “Drægni Taycan í krefjandi keyrslu á braut kom mér mjög á óvart.”
Jani var einnig hrifinn af frábærri þróun og þroska Taycan: “líkt og Formúla E bílinn okkar, er drifrásin hönnuð með hámarks afköst og áræðanleika í huga. Hvort sem um fjöldaframleiddan bíl eða kappakstursbíl er að ræða, er sérlega mikilvægt að keyra bílinn lengi vel í þróunarferlinu til að afla sér upplýsinga og reynslu.”
Þessir hröðu hringir sem eknir voru í New York marka endalok þríkleiks Porsche Taycan. Frumgerð Taycan hefur nú átt þrár innkomur í þremur heimsálfum á þremur vikum, nánar tiltekið í Kína, Bretlandi og Bandaríkjunum – hver um sig mikilvægur markaður markaður fyrir fyrsta hreinræktaða rafmagns-sportbíl Porsche. Þjóðfáni þess lands sem heimsótt var hverju sinni var svo málaður á þak bílsins í þakklætisskyni, í New York skartaði bíllinn vitanlega stjörnum prýddum Bandarískum fánanum.
Bíllinn: Porsche Taycan
Taycan verður kynntur til leiks í september komandi og verður markaðssettur á alheimsvísu í lok árs. Þegar hafa yfir 20000 manns lýst yfir áhuga sínum og einbeittum vilja til að eignast þennan byltingarkennda, fjögurra dyra bíl. Áhugasamir kaupendur þurfa að skrá sig fyrir forpöntunum og greiða hóflegt forpöntunargjald.
Forsala á hinum byltingarkennda Porsche Taycan er þegar hafin hjá Bílabúð Benna, í nýjum heimkynnum Porsche á Íslandi að Krókhálsi 9, en fyrsti árgangur er þegar að verða uppseldur um heim allan.
?
Umræður um þessa grein