- „Ferðastu aftur í tímann“ – segja þeir hjá Bílabúð Benna, því í dag laugardaginn 24. júní, frumsýna þeir Porsche 911 Sport Classic í sýningarsal Porsche á Krókhálsi 9, milli kl. 12:00 og 16:00.
Sjöundi áratugurinn var áratugur breytinga og framfara. Porsche 911 Sport Classic stendur eftir sem ein af táknmyndunum þessara ára. Ferðastu aftur í tímann og upplifðu liðna tíð með nýjum 911 Sport Classic.
Til að fagna viðburðarríkri sögu Porsche, hefur nýr 911 Sport Classic verið framleiddur í takmörkuðum fjölda, aðeins 1.250 eintökum, og einn af þessum bílum er kominn til landsins og er í einkaeigu.
„Gríptu einstakt tækifæri til að sjá þennan sjaldgæfa sportbíl í fyrsta sinn á Íslandi“ segir Bílabúð Benna.
„Vegna þess að bíllinn er í einkaeigu getum við ekki lofað að hann verði hér lengur en í dag“, sagði Tryggvi Benediktsson, „en samt gæti hann verið eitthvað lengur“.
Porsceh 911 Sport Classic er 550 hestöfl, 600 Nm tog, 4,1 sek frá 0 í 100 km/klst. Þyngdin er 1645 kg, beinskiptur – og síðast en ekki síst: aðeins 1.250 eintök framleidd.
Það var greinilegt að það vildu margir sjá þennan bíl sem byggir á einni helstu goðsögn Porsche, enda mjög fallegur bíll.
Öll þau 1500 eintök sem vor smíðuð af þessum bíl eru löngu uppseld, en samkvæmt því sem við fundum þá var verði um 282.810 dollarar eða sem svarar um 38,7 milljónir króna.
En fyrir áhugasama er opið í dag til klukkan 16:00 á Krókhálsi 9
Umræður um þessa grein