Ef maður reynir að sjá Burt Reynolds fyrir sér aka Pontiac Firebird Trans Am station-bíl í Smokey and the Bandit þá er tilhugsunin ein sprenghlægileg og kannski fátt töff við hana. Enda fáránleg hugmynd að mínu mati. En þó ekki „steiktari“ en svo að þeir eru til!
Því er ýmist haldið fram að tveir eða þrír bílar hafi verið smíðaðir af gerðinni Pontiac Firebird Trans Am Kammback. Hvort þeir voru tveir eða þrír skiptir ekki öllu en í það minnsta þá vildu menn endilega þróa þá hugmynd (í Bandaríkjunum og á Englandi) að framleiða station útgáfur af sportbílum.
Bandaríkjamenn hafa lengi verið hrifnir af station útfærslum og kunnað vel við að geta þjappað miklum farangri í bílana sína. Þegar um stationútgáfu af sportbíl var að ræða er frekar talað um þá sem „shooting brake“ og er það raunar komið frá Englandi en nánar má lesa um það hér.
Áhugi fólks var sagður mikill fyrir þessari hugmynd og því margir orðið spældir þegar ekkert varð úr fjöldaframleiðslu á þessum Firebird Trans Am Kammback eða Type-K eins og hann var kallaður.
Ásæðan var sú að það hefði orðið allt of kostnaðarsamt og hver veit nema það hefðu reynst afdrifarík mistök, eins og Edsel reyndist Ford á sínum tíma. Það fáum við auðvitað aldrei að vita en eitt vitum við og það er að bíllinn sá er til en lítil hætta á að mæta honum úti í umferðinni.
Hér eru nokkrar myndir til viðbótar og neðst er einnar mínútu langt myndband þar sem bíllinn er skoðaður frá nokkrum hliðum.
Tengdar greinar:
Bílar sem aldrei fóru af stað
Bjuggu þeir þetta virkilega til?
8. nóvember ´56: Hrapalleg mistök fá nafn
10 bílar með spennandi sögu og algjörlega klikkaða hönnun
?Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.
Umræður um þessa grein