Pólland velur stað fyrir verksmiðju til að smíða Izera rafbílana
Við sögðum frá því í október að pólskt sprotafyrirtæki væri að skipuleggja innlenda framleiðslu rafbíla, en fjögur pólsk orkufyrirtæki hafa sameinast um að koma á fót innlendum framleiðanda rafknúinna ökutækja með það að markmiði að framleiða 100.000 ökutæki árið 2023.
Samkvæmt frétt frá Reuters eru þessi pólsku rafbílar að færast nær framleiðslu, því þar er búið að velja suðurhluta iðnaðarhéraðs Silesíu sem stað fyrir rafbílaverksmiðju sem þeir vonast til að efli bílaiðnaðinn í landinu, en ElectroMobility Poland (EMP) í eigu ríkisins sagði að framleiðsla myndi hefjast seinna en áætlað var.
Pólland vonar að skipt yfir í rafbíla geti hjálpað bílageiranum að ná svæðisbundnum keppinautum, þar á meðal Tékklandi og Slóvakíu.
EMP ætlar að setja gerðir sportjeppa og hlaðbaks á markað undir vörumerkinu Izera og hefur þegar kynnt frumgerðir fyrir ökutækin. Gerðirnar eru hannaðar af Torino Design á Ítalíu.
Til að draga úr áhættunni sagðist EMP munu nota aðfenginn grunn að ökutækinus frá erlendum samstarfsaðila samkvæmt samstarfsleyfi en hefur ekki enn nefnt fyrirtækið.
Þýska fréttastofan, Deutsche Welle, hefur sagt að EMP eigi í viðræðum við Volkswagen um að nota MEB grunn VW, svo og við Toyota og Hyundai varðandi þeirra rafbílalausnir. VW hefur sagst ætla að veita leyfi fyrir rafknúnum MEB-grunni og hefur þegar gert samning við Ford.
Verksmiðjan verður staðsett í Jaworzno í Slesíu, sagði EMP. Hún mun skapa um 15.000 störf, með 3000 í verksmiðjunni sjálfri og 12.000 meðal birgja og undirverktaka.
Framleiðsla, sem upphaflega átti að hefjast árið 2023, mun nú hefjast árið 2024, sagði fyrirtækið.
„Izera er tækifæri fyrir skilvirkan bílaiðnað hér og til að nýta möguleika sóknar á sviði rafbíla, sem passar fullkomlega inn í efnahagslandslag svæðisins,“ sagði loftslagsráðherrann Michal Kurtyka.
Þó að Pólland treysti á Izera til að efla staðbundna birgja, þá er verkefnið áhættusamt, þar sem alþjóðlegir bílaframleiðendur með áratuga reynslu eru þegar að framleiða rafbíla.
(Reuters)
Umræður um þessa grein