Polestar O? kynntur í Los Angeles
Polestar O? EV hugmyndabíllinn gefur vísbendingu um djarfa framtíðarhönnun
Þessi nýi O? „roadster-hugmyndabíll“ gæti orðið nýja trompið hjá vörumerkinu
LOS ANGELES – Sænski rafbílaframleiðandinn Polestar kynnti útvíkkun á línu sinni með flottum opnum „roadster“ hugmyndabíl í gær.
Polestar O?, sem kom í ljós á þriðjudaginn á þaki skrifstofubyggingar í Beverley Hills, er blæjubíll sem endurspeglar næstu kynslóð hönnunarfagurfræði vörumerkisins og er byggður á nýjum undirvagni úr áli.
Polestar sendi okkur eftirfarandi fréttatilkynningu fyrir kynninguna vestur í Los Angeles:
Polestar O? hugmyndin sér fyrir nýja öld fyrir rafknúinna roadstera
- Annar hugmyndabíll frá Polestar byggir á Precept hönnunarnálguninni
- Sérsniðinn undirvagn úr áli sýnir gæði og stífleika
- Metnaður fyrir sjálfbærni og tækni tekur næstu skref í átt að aukinni hringrás með endurunnu pólýester hitaþolnu einefni (e. mono-material) og álmerkingum
- Sjálfvirkur kvikmyndadróni blandar saman nýsköpun og skemmtun
Gautaborg – 2. mars 2022. Polestar, hreint rafbílamerki, hefur kynnt nýjan hugmyndabíl sem endurskilgreinir sportbíla fyrir rafmagnsöldina. Sportbíllinn heitir Polestar O? og er sýn Polestar á blæjubíl með afburða aksturseiginleika og spennandi akstursupplifun – með öllum kostum rafbíla.
„Polestar O? er hetjubíllinn fyrir vörumerkið okkar,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar.
„Hann opnar dyrnar að leyniklefanum sem geymir framtíðarmöguleika okkar. Hann gefur nasasjón af því sem við getum hannað og þróað með þeirri þekkingu og tækni sem við búum yfir. Geggjuð hönnun og að geta fellt þakið án vélarhljóðs lofar frábærri upplifun.“
Eiginleikar
Maximilian Missoni, yfirmaður hönnunar Polestar, segir: „Polestar O? er sýn okkar á nýtt tímabil fyrir sportbíla. Með því að blanda saman gleðinni við opinn akstur og hreinleika rafbíla opnar það fyrir nýja blöndu af tilfinningum. En líkt og með alla bíla okkar þá leggjum við áherslu á meira en hröðun. Gamanið byrjar þegar þú snýrð stýrinu.“
Akstursupplifunin í Polestar O? er hönnuð til að vera lífleg, létt og full af sjálfstrausti. Fyrirsjáanleiki og leikgleði eru kjarninn í spennandi og hressum akstri. Þéttur líkamsstuðningur, mikill styrkur undirvagns og magnaðir aksturseiginleikar eru eðlislægir kostir sérhannaðs álundirvagns sem byggir á Polestar 5 og er þróaður innanhúss af rannsóknar- og þróunarteymi Polestar í Bretlandi.
Mikil gæði og styrkur undirvagnsins miðar að ofurnákvæmri svörun. Hann er sem límdur við götuna sem þakka má litlum veltihornum, litlum hliðarveltingi, snerpu og nákvæmu stýri.
Hönnun
Útlit Polestar O? sækir augljóslega hugmyndir frá Polestar Precept hugmyndabílnum en með sinn sérstaka karakter, sem sýnir hvernig hönnunarnálgun Polestar getur þróast fyrir mismunandi bílgerðir en haldið sterkum fjölskyldusvip. Lág og breið yfirbyggingin er með röggsama ásýnd en fyrirferðalitla 2+2 innrarýmishönnun með hjólin á ystu hornum og langt hjólhaf sem eru klassísk sportbílahlutföll en með nútímalegri og rafknúinni ásýnd.
„Þessi bíll er bræðingur tækni og listar, milli nákvæmni og skúlptúrs, með ákveðna en ekki grimma ásýnd,“ heldur Maximilian Missoni áfram.
Loftflæðinu er stjórnað til að hámarka drægni þökk sé földum hönnunareiginleikum eins og innbyggðum loftinntökum sem bæta lagskipt loftflæði yfir hjólin og hliðar yfirbyggingarinnar, og afturljósin sem virka sem loftspaðar til að draga úr ókyrrð fyrir aftan bílinn.
Sjálfbærni og tækni
Polestar O? opinberar einnig framfarir í sjálfbærni og tækni. Nýtt hitaþolið einefni (e. mono-material) er ráðandi í innréttingunni. Hugtakið „einefni“ lýsir notkun eins grunnefnis til að framleiða mismunandi íhluti.
Í Polestar O? er endurunnið pólýester eina efnið sem notað er í alla mjúku hluti innréttingarinnar: froðu, lím, þrívíddar prjónaðar trefjar og óofið lagskipt. Þetta einfaldar endurvinnslu og er mikilvægt skref í átt að aukinni hringrás, en dregur jafnframt úr þyngd og sóun.
Sjálfbærniteymi Polestar telja að efni eigi að vera endurunnið (e. recycled) með sömu gæðum áfram, ekki niðurunnið með síðri gæðum (e. downcycled). Í Polestar O? hafa þau samþætt nýja aðferð til að stjórna endurunnu efni og bætt möguleikann á hringrás málmhluta. Mismunandi gerðir áls er notað í undirvaginn til að veita spennandi akstursupplifun.
Þessar mismunandi álgerðir eru merktar, sem gerir endurvinnslu hagkvæmari og þannig að eiginleikar þeirra séu áfram til staðar. Hágæða ál er áfram hágæða, á meðan aðrar gerðir viðhalda fjölbreyttum eiginleikum sínum, sem gerir endurvinnsluna hagkvæmari og minnkar þörf á nýju áli frá grunni.
Nýsköpun
Í heimi sem er í auknum mæli drifinn áfram af samfélagsmiðlum er Polestar O? með sjálfstýrðan kvikmyndadróna sem er innbyggður á bak við aftursætin. Dróninn er hannaður í samvinnu við rafeindavörumerkið Hoco Flow frá Aerofugia og hægt er að nota hugmyndadrónann á meðan bíllinn er á ferð, til að skrá hina fullkomnu bílferð.
Verkfræðingar Polestar hafa þróað sérhæfða loftþynnu sem lyftist fyrir aftan aftursætin til að búa til svæði með undirþrýstingi sem gerir drónanum kleift að taka á loft þegar bíllinn er á ferðinni.
Dróninn starfar sjálfvirkt, fylgir bílnum sjálfkrafa á allt að 90 km hraða á klst og ökumaður getur valið á milli einfaldari eltings – frábært fyrir akstur meðfram ströndinni – eða meiri hasar eltings með sportlegri nálgun. Eftir tökur getur dróninn farið sjálfkrafa aftur í bílinn. Hægt er að breyta og deila myndskeiðum beint af 15 tommu miðjuskjánum þegar bílnum er lagt.
„Við vildum leggja áherslu á upplifunina sem þú getur haft af bíl eins og Polestar O? á nýjan og óvenjulegan hátt,“ heldur Maximilian Missoni áfram. „Að samþætta sjálfstæðan kvikmyndadróna var eitthvað sem gerði okkur kleift að ýta við mörkum nýsköpunar. Það að þurfa ekki að stöðva og losa dróna fyrir tökur, heldur að beita honum á ferð, er lykilávinningur þessarar nýstárlegu hönnunar.“
Þrír bílar á næstu þremur árum
Polestar O? byggir á sterkum grunni sem Polestar Precept lagði sem sýn á framtíðarhönnun, tækni og sjálfbærni fyrirtækisins. Polestar stefnir að því að setja á markað þrjá nýja bíla á næstu þremur árum, frá og með 2022, sem hver um sig mun nýta nokkra eiginleika þessara hugmyndabíla.
(byggt á fréttatilkynningu frá Polestar – myndir frá Polestar)
Umræður um þessa grein