Polestar innleiðir Vivaldi vafrann í Polestar 2
GAUTABORG, Svíþjóð – 22. desember 2021. Polestar, hreinræktaður, hágæða rafbílaframleiðandi, hefur nú innleitt Vivaldi vafra í Polestar 2. Sem svar við óskum Polestar eigenda, þá er bíllinn nú búinn fullkomnum vafra sem gerir notendum kleift að vafra um vefinn eins og þeir myndu gera í öðrum snjalltækjum. Þetta er fyrsti vafrinn sem er fáanlegur fyrir Android Automotive OS.
„Það er frábært að hafa getað svarað óskum eigendasamfélagsins okkar um vafra með Vivaldi sem jólagjöf,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar.
„Nýr heimur opnast með aðgengi að efni alnetsins í Polestar 2 – jafnvel aðgengi að sumum af uppáhalds streymisveitunum þínum.“
Smáforritið, sem er þróað fyrir Polestar 2 af Vivaldi teyminu í Noregi, býður upp á víðtæka vafravirkni á 11 tommu miðjuskjánum í bílnum með Android Automotive OS og virkar á svipaðan hátt og það myndi gera í snjalltæki* – með flipavafri, streymisvirkni, netverslun og hámarks öryggi.
Vivaldi vafrinn er með sveigjanlega uppbyggingu, innbyggða auglýsingavörn, persónuverndarvænt þýðingarverkfæri, nótuvirkni, rakningarvörn og dulkóðaða samstillingu.
Jón Stephenson von Tetzchner, forstjóri Vivaldi, bætir við: „Við erum virkilega stolt af því að kynna vafrann okkar í fyrsta skipti í bíl, og sérstaklega með bílaframleiðanda eins og Polestar. Markmið okkar um tækni og sjálfbærni eru samrýmanleg. Við metum gagnsæi, persónuvernd og ábyrga nýsköpun – og einnig má nefna þá staðreynd að við erum með netþjóna okkar á Íslandi, einum nýjasta markaði Polestar. Eins og Polestar erum við vörumerki áskoranda og við beitum skandinavískri nálgun á hönnun, sem byggir á trausti og hlustun á notendur.“
Vivaldi vafrinn fyrir Polestar 2 er nú fáanlegur á öllum mörkuðum í Evrópu, Norður-Ameríku og ákveðnum mörkuðum Asíu við Kyrrahaf **.
Í kjölfar nýlegrar hugbúnaðaruppfærslu fyrir Polestar 2 í lok nóvember eru tæknilegir eiginleikar Polestar nú einnig byggðir fyrir afþreyingu.
Þetta styður enn frekar við stöðu Polestar vegna fyrirhugaðrar sameiningar fyrirtækisins við Gores Guggenheim, Inc. (Nasdaq: GGPI, GGPIW og GGPIU), sem gert er ráð fyrir að verði lokið á fyrri hluta árs 2022.
Umræður um þessa grein