Polestar frumsýnir sinn fyrsta rafknúna jeppa, byggður á afburða aksturseiginleikum, Polestar 3, í október 2022
GAUTABORG, SVÍÞJÓÐ – 7. júní 2022. Polestar, sænskur framleiðandi hágæða rafbíla með afburða aksturseiginleika, hefur tilkynnt að heimsfrumsýning næsta bíls rafbílaframleiðandans, Polestar 3, rafknúins jeppa með afburða aksturseiginleika, verði í október 2022. Polestar 3 er fyrsti jeppi fyrirtækisins.
Kynning bílsins markar sókn Polestar inn á einn ábatasamasta- og hraðvaxnasta markaðshluta bílamarkaðarins, sérstaklega í Bandaríkjunum.
Polestar 3 mun með tímanum bjóða upp á sjálfkeyrandi þjóðvegaakstur knúinn af öflugasta LiDAR skynjaranum frá Luminar og miðlægu NVIDIA tölvuafli.
Við frumsýningu mun Polestar 3 vera búinn tveggja mótora drifrás og stórri drifrafhlöðu með drægnimarkmiði yfir 600 km (WLTP).
Með þessari yfirlýsingu um heimsfrumsýningu fylgir nýtt myndband og fyrsta opinbera myndin af bílnum.
Viðskiptavinir geta lagt inn pöntun á Polestar 3 á frumsýningarmörkuðum frá og með frumsýningardeginum. Gert er ráð fyrir að framleiðsla hefjist snemma árs 2023 og verður Polestar 3 framleiddur í Bandaríkjunum og Kína.
„Polestar 3 er jeppinn fyrir rafmagnsöldina. Hönnunareinkenni okkar þróast með þessum hágæða, stóra, rafmagnsjeppa, með sterkan, einkennandi karakter vörumerkisins,“ segir Thomas Ingenlath, forstjóri Polestar.
„Með þessum bíl innleiðum við „sport“ aftur í jeppann, trú stefnu okkar um afburða aksturseiginleika.“
Thomas Ingenlath bætir við: “Þetta er stór áfangi fyrir fyrirtækið okkar, eykur vaxtarhraðann og færir okkur í átt að næsta áfanga.”
Polestar stefnir að því að setja nýjan bíl á markað á hverju ári næstu þrjú árin, frá og með Polestar 3, og stefnir á að fjölga alþjóðlegum mörkuðum sem það starfar á í 30 fyrir árslok 2023. Þetta styður áætlanir Polestar um að tífalda sölu á heimsvísu frá u.þ.b 29.000 bílum árið 2021 í u.þ.b 290.000 bíla í lok árs 2025.
Umræður um þessa grein