Jú, hann er kominn í salinn, alveg óvænt heyrði ég sölumanninn hjá Polestar segja við nærstaddan aðdáanda.
Þegar þessir nýju bílar eru skoðaðir dettur manni helst í huga að Polestar 2 hafi verið einhversskonar upphitun því þessir tveir hitta gjörsamlega í mark – allavega hvað útlit og tölur varðar því ekki hafa menn enn fengið að prófa gripina.
Nýr og stórglæsilegur Polestar 4.
Verð í hærri kanti
Það eina sem stingur kannski í augu við fyrstu sýn er verðið á bílunum því Polestar 4 kostar frá 11.990.000 kr. en þristurinn er frá 15.790.000 kr.
Hins vegar hverfur allt verðskyn þegar menn hafa ekið bílnum segja þeir sem prófað hafa.
Polestar 3.
Það eru aðeins tvö verð í boði fyrir hvora útgáfu en í boði verða LRDM útgáfa ásamt LRDM Performance í Polestar 3 en LRDM Plus og LRDM Performance í Polestar 4.
Mjög vel búnir bílar
Það þýðir að grunnútgáfa bílsins er afar vel búin. Þú þarft ekki að liggja yfir aukahlutalista og velja það sem þú vilt til að bíllinn svari öllum þínum kröfum – það er allt í þessum bíl.
Það dýrasta sem þú getur pantað í Polestar 3 aukalega er loftkæling í sætum með rafstýrðum hliðarstuðningin og nuddi í sætum fyrir 850.000 kr.
Ótrúlegar afl- og drægnitölur
Polestar 3 er öflugur á að líta, þetta er sportjepplingur sem er með 0,29cd í loftmótsöðu svo hann er kannski meira sportari en jepplingur.
Hraðinn á hleðslunni er til fyrirmyndar en hann er kominn upp í 250 kWh í DC hleðslu en 11 kWh í AC hleðslu.
Veghæð er um 20 sm. Dráttargeta er um 2200 kg. ef bremsur eru á tengivagninum. Þú getur sett 100 kg. á þakið og skottið er í einu orði sagt, risastórt.
Til vinstri farangursrými í Polestar 3 og til hægri er farangrursými Polestar 4.
Polestar 3 LRDM verður boðinn í 489 hestafla útgáfu með tog upp á 850Nm og LRDM Performance bíllinn með 517 hestöfl og 910 Nm í tog.
Það er því tilhlökkun í reynsluaksturinn á þessum. Drægnin er uppgefin um 610 km. skv. WLTP staðlinum en minnkar aðeins í Performance útgáfunni eða í um 560 km.
Meira rými, meiri þægindi
Polestar 4 er mun stærri en Polestar 2. Við fyrstu sýn er ekki neinn svakalegur munur en sá nýi er gríðarlega huggulegur í alla staði. Athyglivert er að það er engin afturgluggi á Polestar 4 og baksýnisspegillinn búinn þrælskýrri myndavél.
Ótrúlegt pláss í báðum þessum nýju gerðum. Hér má sjá aftursætin í Polestar 3.
Báðar útgáfur Polestar 4 bjóða upp á 544 hestöfl og 686Nm í tog. Drægnin er um 580 km. skv. WLTP staðlinum.
Loftmótstöðu stuðull Polestar 4 er 0,261cd sem er í lægri kantinum fyrir rafbíl í dag.
21 tommu felgur með sérstyrktum bremsubúnaði.
Við hjá Bílablogg bíðum eftir að segja ykkur meira þangað til við höfum fengið bílinn í reynsluakstur – sem vonandi verður innan skamms.
Myndband
Myndaserían er af Polestar 4 og Polestar 3 í bland.
Umræður um þessa grein