Polestar 2 sagður beinn keppinautur við Tesla Model 3
- Vefsvæði Fully Charged segir að frátöldum almenningshleðslustöðvum sé Polestar 2 eins góður og Tesla Model 3
Við hér á Bílabloggi höfum fjallað áður um nýjasta útspil rafbílsins Polestar 3.
![](https://uploads-ssl.webflow.com/5d7552387a6dfa8251256682/5f1f31321a32bc729967e828_Polestar_2.jpg)
Polestar er bifreiðamerki í sameiginlegri eigu Volvo Car Group og móðurfyrirtækis þess, Geely Auto Group í Hangzhou í Kína. Það er með höfuðstöðvar í Gautaborg í Svíþjóð og framleiðsla fer fram í Chengdu í Kína. Fyrirtækið þróar rafknúna sportlega bíla og býður upp á vélbúnaðaruppfærslur og hagræðingu vélarhugbúnaðar fyrir Volvo-bíla í gegnum tæknideild Polestar.
Góð umsögn á vefsvæðinu „Fully Charged“
Polestar 2 skorar hátt í umsögnum um reynsluakstur og í nýjasta þætti „Fully Charged“ er það sama uppi á teningnum þar sem Robert Llewellyn var einfaldlega undrandi vegna rafmagnsbílsins Polestar. Fully Charged er YouTube-rás og vefsíða með áherslu á rafknúin ökutæki og endurnýjanlega orku stofnað af rithöfundinum, útvarpsmanninum og leikaranum Robert Llewellyn,
Samkvæmt því sem fram kemur í þættinum er Polestar 2 mjög áhrifamikill. Hann er frábær í akstri, gæðin við smíðina eru framúrskarandi og Android-undirstaða upplýsingakerfisins er algerlega sú besta, mjög leiðandi – er jafnvel betra en í Tesla bílum, að sögn Roberts sem hefur átt Tesla-bíla í nokkur ár.
Góður í samanburði við Tesla Model 3
Þegar Polestar 2 er borinn saman við Tesla Model 3 á svipaðan hátt, þá er hann ekki eins fljótur, ekki eins hraðskreiður og hefur ekki eins mikið aksturssvið, en það er frekar lítill munur. Stærsti munurinn ar aðgengi að opinberri hleðslu, sem er Polestar 2 ekki hagstæð, samanborið við Model 3, sem getur notað ofuráreiðanlegt og nokkuð þétt Supercharging net Tesla.
“Hin stórkostlega fallega Polestar 2 gerir Robert bókstaflega orðlausan. En hvernig er bíllinn borinn saman við Tesla Model 3? Á öllum viðmiðunarpunktum er Polestar 2 mjög tilkomumikill og það er í raun aðeins skortur á hleðslustöðvum, sem Tesla býður upp á, heldur honum frá því að vera jafn og Tesla Model 3. Það spennandi við þennan bíl er að þar sem hann er 100% framleiddur í Kína ættu þeir að geta aukið við fjöldaframleiðslu á bílnum“.
Það eru hlutir sem Polestar 2 gerir betur – eins og stærri opnun á farangursrými og við áhætlum að þetat eigi við gæði smíðinnar í heild. Bíllinn gæti líka verið betri kostur fyrir akstursáhugamenn.
Jæja, óháð því hver er betri fyrir ákveðinn viðskiptavin, eru góðar fréttir þær að svo margir rafbílar sem eingöngu nota rafmagn (BEV) eru farnir að koma fram á markaðnum.
Það gerir okkur spennta að sjá fyrsta rafmagns Volvo bílinn þar sem hann gæti verið nokkuð góður líka og fáanlegur fyrir breiðari markhóp en bílar frá Polestar vörumerkinu sem er minni.
Lokapælingin er sú að það kemur nokkuð á óvart að slíkur bíll komi til Evrópu frá Kína, í staðinn fyrir frá Þýskalandi, en þýskir framleiðendur geta ekki kennt neinum nema sjálfum sér um.
(frétt á vefnum INSIDEEVs)
Umræður um þessa grein