Ég átti leið upp í Brimborg um daginn og leit við í Polestar salnum hjá þeim. Þar var eitt stykki Polestar 1 til sölu, lítið notaður og verulega aðlaðandi.
Að sjálfsögðu kitlaði það mig að reynsluaka þessu óargadýri en ég spurði nú ekki út í það – veðrið var kannski ekki alveg upp á það besta og umferðin var þung.

Eins og segir í sölulýsingu:
Sérlega glæsilegt eintak af Polestar 1. Polestar 1 er tengiltvinn og var aðeins framleiddur í 1500 eintökum frá árunum 2019 – 2022.
8 gíra sjálfskiptur með 2,0 lítra bensínvél auk tveggja rafmótora á afturdrifi sem skila 447kW eða 609 hestöflum og 1000Nm af togi.
Drifrafhlaðan er 34 kWst og drægnin um 125 km m.v. WLTP.

Mjög vel búinn búnaði og þar má nefna 21″ álfelgur, hiti í stýri og framsætum, lyklalaust aðgengi, Öhlins stillanlegir demparar, sportsæti úr nappaleðri, Bower & Wilkins hljómtæki, 360° bakkmyndavél, LED aðalljós með beygjustýringu og margt fleira.
Komdu og skoðaðu þennan glæsilega Polestar 1 í sýningarsalnum okkar í Brimborg.

Hér að neðan gefur svo á að líta reynsluakstur á svipuðum bíl á þýskum þjóðvegi (Autobahn) þar sem hann er látinn finna fyrir því alla leið.
Hraðinn fer eitthvað nálægt 260 km/klst. þegar mest lætur en ökuþórinn er hinn rólegasti og lætur gammin geisa um kosti og ókosti að hans mati – allt á meðan bíllinn er á yfir 200 kílómetra hraða.












Við hjá Bílabloggi eigum kannski eftir að fá þennan kagga lánaðan hjá Brimborg og fáum að prófa hann á brautinni útí Kapelluhrauni. Ásett verð er 22.900.000 kr.
Umræður um þessa grein