Polestar 1 PHEV mun fara 93 kílómetra á rafmagninu einu saman
Nýr Polestar 1 Grand Tourer kostar um 21.443 þús. krónur.
Nú er búið að kvarða Polestar 1 bílinn og útkoman er 93 kílómetrar á rafmagninu einu saman. Það er örlítið minna en framleiðandinn var búinn að áætla í fyrstu. Í prófunum var áætlað að bíllinn væri að komast 97 til 121 kílómetra á hleðslunni.
Þrátt fyrir að mælingar og kvörðun á rafmagnsnotkuninni sé örlítið minni en gengið var útfrá í byrjun er kannski ekki alltaf að marka slíkar mælingar við raunnotkun.
Heildardrægni verður hins vegar ekki neitt vandamál í Polestar því fyrir utan 34 kWh rafhlöðu er bíllinn búinn 2.0 lítra, fjögurra strokka vél með forþjöppu. Polestar 1 bíllinn er því að komast um 756 kílómetra vegalengd án þess að þurfa að stoppa á bensínstöð.
Eyðslutölur eru ágætar sé gengið út frá því að þessi frekar stóri bíll er aðeins 4.2 sek. í hundrað kílómetra hraða. Við erum að tala um slétta 9 ltr/100 km og nóg er af aflinu enda bíllinn um 620 hestöfl.
Samanborið við aðra plug-in hybrid bíla er Polestar 1 að stinga af hvað drægni varðar og ætti að duga flestum til og frá vinnu ef menn ætla að nota ökutækið í slíkar ferðir.
Umræður um þessa grein